Vínylblæti#1: Agent Fresco – A Long Time…
Hið mjög svo öfluga útgáfufyrirtæki Record Records hefur nú séð til þess að forláta vínylútgáfa af plötu Agent Fresco, A Long Time Listening, er lent á meðal vor (sjá mynd). Fagna því allir viti bornir menn enda mikill unaður að fara höndum um formið fagra.
Platan er tvöföld og það eitt og sér nægir til að hleypa upp gæsahúðinni. Umslagið er einfalt en þykkt. Ég man þegar ég sá slíka „lausn“ fyrst en það var þegar ég snart á plötu Prince, Sign o’ The Times, hér í eldgamla daga. Áferð er mött og á framhlið er límmiði með áletruninni „Includes free digital download“. Hér komum við að hlut sem virðist stundum ekki vera á tæru hjá söfnurum. Það er mikilvægt að öll upprunaleg viðhengi svona útgáfna, veri það límmiðar, veggspjöld eða annað haldi sér upp á seinni tíma sagnfræði og verðgildi. Gripurinn þarf að vera eins nálægt upprunalegu standi og hægt er. Ég á t.a.m. plötu Sepultura, Beneath the Remains, á vínyl og þar er einmitt límmiði framan á og plakat inni í. Þessir hlutir eru að sjálfsögðu óhreyfðir, plakatið góða snyrtilega samanbrotið inni í umslaginu!
En áfram með Fresco. Vínyllinn sjálfur er í hefðbundinni þykkt og á plötumiðunum fjórum er mynd tekin af sjálfu umslaginu. Þeir eru svo merktir A, B, C og D. „Nærbuxurnar“ prýða hins vegar mismunandi myndir og þar er að finna alla textana. Hljómur plötunnar er þykkur, mjúkur og skýr þar sem hún rúllar nú um á fóninum. Það er eins og hann sé opnari og stærri líka, ég er að heyra hljóð sem maður greindi ekki svo gjörla áður. Dásamlegt…
Lagaröðin á vínylnum skiptist svo:
A
Anemoi
He Is Listening
Eyes Of A Cloud Catcher
Silhouette Palette
Of Keen Gaze
B
Translations
A Long Time Listening
In The Dirtiest Deep Of Hope
Yellow Nights
C
Paused
Implosions
Almost At A Whisper
Pianissimo
D
One Winter Sailing
Tiger Veil
Above These City Lights
Tempo
Um tónlistina sem slíka þarf ekki að fjölyrða, hér er á ferðinni ein tilkomumesta rokkplata sem út hefur komið hérlendis hin síðustu ár. Hér er dómur sem ég reit fyrir málgagnið á sínum tíma:
24. nóvember 2010 | Tónlist | 252 orð | 2 myndir
TÓNLIST – Geisladiskur
Stórkostleg rokkplata
Agent Fresco – A Long Time Listening ****½
Það hefur verið unun að fylgjast með Agent Fresco vaxa og dafna síðan hún vann Músíktilraunir með glans fyrir tveimur og hálfu ári.
Það hefur verið unun að fylgjast með Agent Fresco vaxa og dafna síðan hún vann Músíktilraunir með glans fyrir tveimur og hálfu ári. Tilraunir leitandi tónlistarskólastráka eru í dag orðnar að fullburða, framsæknu rokki og prýðir það þennan frábæra frumburð hennar í breiðskífuformi (EP-platan Lightbulb Universe kom út fyrir jólin 2008).
Sú staðreynd að þeir piltar upptökustýrðu fyrstu plötu sinni sjálfir gerir hana merkilegri en ella, ekki bara hversu vel hún stendur hljóm- og hljóðfæralega heldur sýnir þetta glöggt hversu einbeittir liðsmenn eru í listinni. Allt er gert af lífi og sál og ferill sveitarinnar hefur verið lóðbeint upp á við einmitt vegna þessarar elju og ástríðu. Hér er verið að uppskera eins og sáð hefur verið til.
Tónlist Agent Fresco er melódískt, framsækið rokk og helst mætti líkja henni við Mars Volta í upphafi ferils hennar. Platan er sautján laga; stór og mikilúðleg og bundin saman í eina heild. Ástríkur söngur og djúpspakir, tilfinningaþrungnir textar Arnórs Dan Arnarsonar leiða lögin sem eru keyrð áfram af einkar hugmyndaríkum gítarleik Þórarins Guðnasonar. Hrynparið Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson sér síðan um að óvæntar og óhefðbundnar skiptingar líði áfram eins og flauel. Lög eins og „Eyes of a Cloud Catcher“, „Above these City Lights“ og hið undursamlega „Silhouette Palette“ eru fullkomnar blöndur hryssings- og hráleika og haganlega saminna, ægifallegra (að maður tali ekki um ægigrípandi) kafla. Frábær plata frá bestu rokksveit landsins nú um stundir. Megi meðlimir halda vel á rokkspöðunum næstu misseri. Því að þeirra er framtíðin. Amen.
Arnar Eggert Thoroddsen
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012