Warpaint: Fagurdreymi úr Borg englanna
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 18. janúar, 2014]
Stríðandi fylking
• LA-sveitin Warpaint gefur út aðra breiðskífu sína
• Allur bransinn kominn á afturlappirnar og það í ársbyrjun!
Fyrsta plata Warpaint, The Fool, kom út 2010 á hinu virta merki Rough Trade og bar með sér gotneskar smíðar; hægstreym, löng og lykluð lög, stemningin draugaleg og myrk. Áhrif frá annarri, mikilsvirtri útgáfu, 4AD, eru giska greinileg og gangast meðlimir sveitarinnar fúslega við þeim, enda ekki annað hægt. Mér hefur alltaf þótt sérkennilegt að heyra í svona sveitum frá hinni sólbökuðu Kaliforníu og var t.d. lengi að venjast því að Black Rebel Motorcycle Club væri frá San Francisco. Svona bönd eiga bara að vera frá Glasgow eða viðlíka rigningarbörðum gráum borgum…
Tengingar
En burt með landfræðilegar þversagnir (og allt slíkt er auðvitað á undanhaldi í ört minnkandi veröld) og inn með sagnfræðilegar staðreyndir. Sveitin var stofnuð fyrir tæpum tíu árum í Los Angeles af vinkonunum Theresu Wayman (gítar, rödd) og Emily Kokal (rödd, gítar). Systurnar Shannyn Sossamon (trommur) og Jenny Lee Lindberg (bassi) slógust svo í hópinn. Eftir að hafa spilað sig saman í u.þ.b. þrjú ár gáfu þær sjálfar út stuttskífuna Exquisite Corpse árið 2008 (gotalegt nafn heldur betur) en um upptökur þar sá enginn annar en John Frusciante, þá gítarleikari Red Hot Chili Peppers og einnig unnusti Kokal. (Josh Klinghoffer, arftaki hans í sveitinni og besti vinur lék einnig inn á plötuna en hann var þá unnusti Lindberg.)
Sossamon hætti 2008 til að einbeita sér að leiklistarferli og eftir nokkra karlkyns trommara slóst Stella Mozgawa í hópinn árið 2009. Það ár lóðsaði einnig Rough Trade sveitina til sín. Sveitin hóf nú að spila nokkuð stíft og The Fool, sem kom út um svipað leyti, var hampað af öllum þeim neðanjarðarmiðlum og smekkleiðurum sem máli skipta og þess vegna hefur þónokkur spenna verið í garð nýju plötunnar.
Það er eitthvað við Warpaint sem hefur hana yfir það að vera bara enn ein nýbylgjusveitin. Það er t.d. lokkandi gengisára í kringum meðlimi sem jafnan fylgir farsælustu sveitunum; allt frá Bítlum til Strokes. Þær ná á einhvern undurfurðulegan hátt að samþætta ofursvalt – liggur við stíliserað – útlit sveita eins og Strokes og Interpol og lúðasjarmans sem einkennir hljómsveitir eins og Vampire Weekend og Animal Collective (veit ekki af hverju ég tek bara dæmi um New York-sveitir…). Síðarnefndi útlitsvinkillinn er hins vegar vandmeðfarinn þar sem þetta meðvitundarleysi gagnvart tískunni („hei, ég fór bara í þessar smekkbuxur af pabba og gleymdi alveg að greiða mér“) er oftast mun meðvitaðra en fólk vill viðurkenna.
Meðlimir eru þá með sterkar tengingar inn í bransann eins og áður hefur komið fram. Lindberg er t.a.m. gift Chris Cunningham, myndbandsleikstjóranum ógurlega, og Wayman er kærasta James Blake. Nú hef ég hlustað á það sem skiptir máli umfram allt, sjálfa tónlistina, og ég heyri mjög greinilega að þetta eru 100% listamenn. En það er á sama tíma pínlegt að sjá hvernig reynt er að gera lítið úr þessum tengingum öllum. Auðvitað hafa þær haft einhver áhrif á sýnileika sveitarinnar, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Og í raun skammsýnt af listamönnum eins og Warpaint að ætla að fólk gjaldfelli listsköpunina vegna þessa, en sá ótti er eðlilega skiljanlegur. Eða hlustar einhver á Jakob Dylan án þess að hugsa um leið til föðurins? Og myndi maður síður hugsa um Bob gamla ef Jakob væri frábær listamaður (sem hann er ekki).
Engin sól er til
Ég er kominn út fyrir efnið. Platan var tekin upp af Flood (U2, Depeche Mode m.a.) og um hljóðblöndun sá Nigel Godrich. Bandið skrapp til Joshua Tree í Mojave-eyðimörkinni til að koma plötunni af stað, dvaldi þar í mánuð og einbeitti sér óskipt að tónlistinni. Chris Cunningham myndaði svo upptökuferlið í þau tvö ár sem það stóð yfir og verður það efni gefið út sem heimildarmynd stuttu eftir útgáfu plötunnar.
Eins og sjá má er fagurfræði þessara aðstoðarmanna temmilega skuggabundin og small hópurinn svo gott sem áreynslulaust saman að sögn Mozgawa. Og ég get staðfest að á plötunni er „4AD“-hljómurinn enn ríkari en áður, hljómborð og sveimkenndir tölvuómar ýta undir höfugt flæði sem einkennir plötuna frá fyrsta lagi til þess síðasta. Nei, þetta er ekki bara sól og sandur þarna vestra…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012