Aidan Moffat: Grjótharður – en barnvænn – Skoti
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. ágúst, 2014
Aidan og ungviðið
• Aidan Moffat, fyrrverandi söngspíra Arab Strap, gefur út barnabók
• Flutti söguna á Bókmenntahátíð Edinborgar
Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Edinborg stendur nú yfir og margt er um dýrðir nema hvað, upplestrar og uppákomur í massavís en miðstöð hátíðarinnar er á Karlottutorgi rétt ofan við Prinsastræti. Barnabókmenntum eru gerð ríkuleg skil á hátíðinni og einn af upplesurum var Aidan Moffat en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið annar helmingur Arab Strap sem er ein rómaðasta neðanjarðarsveit Skota. Las hann upp úr nýrri barnabók sem hann mun gefa út í haust en hún kallast The Blue Lavender Dress.
Glasgow-gaur
Moffat gekk í salinn, Glasgow-gaurinn sem hann er, í lögskipuðum indí-strigaskóm og stuttbuxum. Skeggið, gráslikjað, ber hann af miklum myndarbrag og hann leit barasta vel út með fjörugt blik í auga. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hann og félagi hans Malcolm Middleton hjuggu til hið kaldhamraða, raunhyggjulega neðanjarðarpopprokk sem var einkenni Arab Strap og munaði þá ekki síst um frábæra texta Moffat, þar sem hann dró upp sterkar, skýrar myndir af grátbroslegri ömurð með einni eða tveimur setningum. Það gengur hægar á bjórkippuna í dag getum við sagt en ekkert sér hins vegar á orðfiminni, eins og heyra mátti er hann þuldi söguna upp utanbókar fyrir fullum sal af foreldrum og börnum á aldrinum 3 til 10 ára. Sagan fjallar um Mabel litlu, sem á sér enga ósk heitari en að eignast nýjan kjól fyrir væntanlegt jólaball. Moffat svaraði spurningum úr sal í sögulok en einnig fékk ungviðið að spreyta sig á litaleik þar sem átti að lita/hanna kjól á nefnda Mabel. Höfundurinn skoðaði myndirnar vandlega og hafði meira að segja dreift tússlitunum sjálfur í upphafi. Moffat var gefandi og glaður og mjög svo náttúrulegur í þessu umhverfi enda orðinn faðir sjálfur og voru börnin hans tvö á staðnum.
Afasaga
Það er síst nýlunda að tónlistarmenn leggist í barnabókaskrif. Madonna, Bubbi, Dolly Parton og Paul gamli McCartney hafa m.a. gefið út slík rit. Gæðin eins misjöfn og höfundarnir eru margir; Courtney Love á víst að hafa gefið út einhverja skelfingu á meðan Colin Meloy, kenndur við The Decemberists, á að hafa landað meistarastykki í þeim fræðunum. Í spurningatímanum kom ýmislegt athyglisvert fram, t.a.m. er sagan í raun ekki Moffats heldur hefur hún gengið mann fram af manni í fjölskyldunni og var það afi hans sem var vanur að segja honum hana. Hann snikkaði síðan ýmislegt til og kom henni í nútímabúning ef svo mætti segja. Það var þá líka ástæða fyrir fumlausum flutningnum en Moffat hefur flutt söguna reglulega undanfarin ár á tónleikum og sent mannskapinn rólegan út í nóttina eins og hann orðaði það, kíminn bæði og kerskinn. Sagan er haganlega myndskreytt af Emmeline Pidgen, ungum og upprennandi teiknara og barnabókahöfundi, en upprunalega stóð til að sagan yrði skreytt af Bandaríkjamanni sem hefur unnið við ofurhetjusögur á borð við Superman og Batman (nafn hans kom ekki fram). Þegar botninn datt úr því, sökum tímaskorts hjá þeim höfundi, fór Moffat inn á sitt elskaða Tíst og auglýsti þar eftir teiknara. Emmeline gaf sig þar fram innan fimm mínútna.
Örendi
Moffat hefur verið með mörg járn í eldi allt síðan Arab Strap þraut örendi árið 2006. Hann gaf lítið upp um framhald á þessu sviðinu, hann fengi stöðugt alls kyns hugmyndir og ekki nema brotabroti af þeim væri hrint í framkvæmd. Barnabókaskrif þurfa því ekki að koma sérstaklega á óvart frekar en hvað annað, Moffat sannaði sig sem mikinn mann orðsins er hann vann með Arab Strap og að vera laus við múl hljómsveitar virðist henta honum vel sköpunarlega. Það að hann veiti þessari náðargáfu sinni inn á sem flesta geira af því taginu sýnist óskaplega eðlilegt. Hvet fólk t.a.m. til að tékka á Tístinu hans, en orðheppni hans þar er slík að hann gæti endað á auglýsingastofu ef hann passar sig ekki.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012