Fréttin um að Anna okkar Þorvaldsdóttir hefði hlotið tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs poppaði upp á Fésbókinni er maður hennar, Hrafn Ásgeirsson, skaut því inn á heimasvæði sínu fyrr í dag. Ég og Hrafn vorum að vinna saman í Japis ’99 og 2000 og við þekkjumst því frá fornu fari, líkt og Anna. Eðlilega fór um mann við þessar fréttir, fiðrildi á fleygiferð, enda árangurinn stórkostlegur. Anna vann til þessara verðlauna vegna verksins „Dreymi“ sem er að finna á fyrstu plötu hennar, Rhízōma, sem kom út síðasta haust. Hún er því að fá fljúgandi start á alþjóðavísu fyrir list sína.

Kolleggi minn kær á Morgunblaðinu, Árni Matthíasson, lofaði Önnu í hástert í ársuppgjöri sínu fyrir síðasta ár og valdi Rhízōma plötu ársins. Þar sagði hann m.a.: „…en þungamiðja plötunnar er Dreaming sem er frábærlega flutt af Sinfóníuhljómsveitinni og Daníel Bjarnasyni. Plata ársins.“

Tékkið á málunum gott fólk.

Hér má sjá frétt um málið á mbl.is

Vefsíða Önnu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: