Chris Brown: Maðurinn… eða músíkin?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, miðvikudaginn 1. ágúst]
Maðurinn… eða músíkin?
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með útreiðinni sem Chris Brown hefur fengið hjá gagnrýnendum að undanförnu vegna nýjustu plötu sinnar, Fortune. Ekki það að tónlistarlegum léttvigtarmönnum í móðins r-i og b-i sé ekki reglulega slátrað á altari þeirra sem allt þykjast vita best (hóst…) en atgangurinn í kringum þessa nýjustu plötu Browns á sér hins vegar upptök í nokkru sem kemur tónlistinni sjálfri ekki við. Brown er nefnilega dæmdur ofbeldismaður en í febrúar 2009 lamdi hann þáverandi unnustu sína, r- og b-stjörnuna Rihönnu, grimmúðlega.
Að aðskilja tónlistina frá manninum
Þeir dómar sem hafa vakið hvað mesta athygli ganga nú manna á milli á Fésbókinni og fá „læk“ í tonnatali. Einn þeirra er stuttur og laggóður: „Chris Brown lemur konur. Punktur og basta.“ Annar er lengri, plötunni er sannarlega rústað tónlistarlega en einnig segist gagnrýnandi eiga bágt með að trúa því að manni eins og Brown sé enn boðið á verðlaunaafhendingar og hvað þá að einhver hlusti á tónlistina hans og kaupi. Í lokin segir gagnrýnandi þeim sem vilja aðskilja tónlistina frá manninum að hoppa upp í r***gatið á sér og ei ætti að hvetja Brown áfram með því að kaupa tónlistina hans. Brown er síðan lofað „engum stjörnum um alla framtíð“ í lokin. Gott og vel, Brown hefur vissulega kallað þetta allt yfir sig. En hamsleysið í þessu öllu saman fékk hugann til að reika… og jafnvel pæla.
Fyrir það fyrsta er ljóst að plötur Brown hefðu líklega ekki fengið svona svakalega yfirhalningu hefði þetta ofbeldismál ekki komist í hámæli. Það er mjög svo greinilega að opna á byssuleyfið. Nú veit ég að tónlist Browns hefur verið rækilega undir meðallagi allt frá því að veslings drengurinn hóf að nudda sér utan í bransann en hvað ef svo væri ekki? Værum við að lesa svona dóma? Ég sé það ekki fyrir mér að menn nenntu að hafa fyrir því að þræða athugasemdir um brjálsemi og fantaskap inn í dóma um gullfalleg, tárhvetjandi meistaraverk. Einhvern veginn gengi það ekki upp. Chuck Berry, James Brown, Van Morrisson, John Lennon, Gram Parsons, Keith Richards, allt voru þetta og eru skíthælar upp að vissu marki. Ofbeldi, andlegt sem líkamlegt, var stundað af þessum köppum en margir þeirra það „heppnir“ að starfa á tímum þar sem fjölmiðlarnir höfðu ekki eins öflug tæki og tól til að grafa hluti upp og senda þá umsvifalaust í kastljósið. Er tónlist þessara manna síðri vegna þess að þeir búa yfir skítlegu eðli. Að öllum líkindum já ef við beitum þessu Brown-módeli sem er sett upp í dómunum sem ég nefndi að framan.
Karlremba og kvenhatur
Textar og myndbönd Chris Browns ýta undir karlrembu og kvenhatur, sei sei já. En slíkt er að finna hjá Rolling Stones líka og hundruðum hljómsveita og söngvara úr fjöldamörgum geirum, allt síðan rokkið hófst. Þetta liggur mun dýpra og er rígbundið í þróun dægurtónlistarinnar. Hysterían yfir Brown er fullkomlega skiljanleg en um leið er eitthvað meira en lítið hræsnislegt við hana líka. Þetta er ekki svona einfalt. Chris Brown þarf að svara fyrir margt á efsta degi en við skulum líka staldra við og hugsa um það menningarform og -breytni sem við tökum þátt í – alla daga – að viðhalda og móta.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012