Þá er Eberg, Einar Tönsberg, að senda frá sér nýtt lag. Ég hef alltaf verið hrifinn af því sem Einar er að gera, sólóplötur hans allar eru gæðastöff og Numbers Game, sú er hann gerði með Pétri Ben, mikill fyrirmyndargripur. Já, og Feldberg, ekki má gleyma því. Hann nær að þræða saman aðgengilegheitum og listrænni dýpt; minnir mig á Ske og Mugison t.d., eyrnanuddandi en maurasýran aldrei langt undan heldur.

Ég skrifaði dóm um fyrstu sólóplötuna hans, Plastic Lions, í Morgunblaðið árið 2003. Ég var einkar hrifinn og hafði þetta m.a. um hana að segja:

„Umslagshönnun, framvinda laga, hljóð, söngur og textar; undir þessu öllu saman gárar skemmtilegur súrrealismi… Innan um raftakta og torkennilegt hljómflæði má líka oft heyra í smekklegum kassagítarleik. Ímyndið ykkur hvernig sólóplata Thom Yorke á eftir að hljóma…Á heildina litið frábærlega vel heppnuð plata; upplífgandi og þægileg um leið og hún gerir kröfur til manns. Húrra fyrir Eberg!“

Hér er svo fréttatilkynning vegna lagsins nýja:

Eberg sendir frá sér lagið Long Since I Have Felt This Good

Eberg er tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg. Hann hefur áður gefið út þrjár sólóplötur og er annar helmingur dúettsins Feldberg. Hann gaf jafnframt út plötuna ‚Numbers Game  í samstarfi við Pétur Ben á síðasta ári.

Ný lítur dagsins ljós fyrsta smáskífan af fjórðu sólóplötu Ebergs. Lagið nefnist „Long Since I Have Felt This Good“. Hér er Eberg mættur með nettan eyrnaorm sem skríður inn í heila og neitar að fara. „Long Since I Have Felt This Good“ er sumarsmellur sem er allt í senn, Bítlapopp og danstónlist eða bara ekta Eberg.

Lagið er fáanlegt til niðurhals í stafrænum plötubúðum frá og með þriðjudeginum 26. júní.

Eberg gaf út sína fyrstu plötu árið 2003 sem bar heitið Plastic Lions. Plötunni var mjög vel tekið af gagnrýnendum út um allan heim og sagði Music Week m.a. að Eberg væri „opinberun“. Árið 2006 kom út önnur platan hans VoffVoff og seldist hún afar vel á Íslandi. Fyrsta smáskífan af plötunni, I‘m Moving To Wales, fór beint inn á spilunarlista á BBC 6music og stökk í 31. sæti á heimslista iTunes. Þar að auki var lagið „Inside My Head“ notað af Apple í fyrstu auglýsinguna sem fyrirtækið gerði fyrir iPhone síma (http://www.youtube.com/watch?v=6Bvfs4ai5XU).

Áríð 2009 kom svo þriðja breiðskífa Ebergs Antidote út á vegum Cod Music á Íslandi.

Frekari upplýsingar veitir Einar Tönsberg – vofffff@gmail.com / Sími: 659-5286

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: