Mikið hefði nú verið gaman að fá eitthvað af þessum stórkostlegu dauðarokkssveitum sem hafa verið að heimsækja landið á undanförnu á sínum tíma,  þegar maður var að slamma við Morgoth, stuttu eftir að The Eternal Fall kom út, kaupandi The End Complete nýja og hafandi áhyggjur af þróuninni hjá Pestilence og Gorguts.

En það er síst verra að fá þær yfir sig nú en endurnýjaður áhugi á þessu dásamlega listformi hefur skolað meisturum eins og Cannibal Corpse, nefndum Pestilence og Entombed upp á fjörur okkar – þeim síðastnefndu þrisvar sinnum meira að segja. Er það vel. Entombed leika á morgun á Gamla Gauknum og verður vísast mikið um dýrðir.

Ég ræddi við Alex Hellid, gítarleikara, er Entombed komu hingað 2009 og birtist viðtalið í Mogganum. Einnig skrifaði ég sitthvað fallegt um tónleikana. Hér eru brot:

VIÐTAL

Alex er áhugasamur um rokksenu Íslands og honum er tjáð að hér sé sprellfjörug dauðarokksena. „Frábært,“ segir hann og brosir. „Mér líður alltaf eins og gömlum manni þegar ég sé þessa stráka spila, þeir búa margir hverjir yfir gríðarlegri tækni. Við náðum því aldrei, en prufuðum það samt á plötu númer tvö (Clandestine, 1991). En svo fórum við fljótlega yfir í meira grúv, meiri hráleika.“

DÓMUR

Entombed batt svo enda á kvöldið og gekkst hún upp í þeirri góðu stemningu sem nú hafði myndast. Sveitin keyrði áfram á þessu Motörhead-blandaða dauðarokki sem hún er hvað þekktust fyrir, „Death’n’roll“ eins og það hefur verið kallað. Lögum af eldri plötum, eins og Left hand Path og Wolverine Blues, var svipt upp undir restina og Entombed sannaði sig sem yfirburða tónleikasveit. Náði einhvern veginn að draga fram sveitta og innilega bar-bandsstemningu, ekki síst fyrir tilstilli söngvarans, Lars Göran Petrov, sem kemur fyrir sem vinalegi, fulli og nett villti frændinn sem veit ekkert betra en að partístandast. Þetta kvöld hefði getað snúist upp í hallærislega nostalgíuhátíð en þess í stað snerist það eingöngu um það sem máli skiptir. Gott rokk.

 

Hér fer svo tilkynning frá tónleikahöldurum, ef einhver á eftir að tryggja sér miða og svona:

SÆNSKA DAUÐAROKKSHLJÓMSVEITIN ENTOMBED MEÐ TVENNA TÓNLEIKA 9. JÚNÍ

Það verður mikið um dýrðir næstkomandi laugardag þegar Sænsku dauðarokkararnir og Íslandsvinirnir í Entombed koma í heimsókn og leika á tvennum tónleikum á Gamla Gauknum.

Fyrri tónleikarnir eru um daginn fyrir alla aldurshópa ásamt Sólstöfum en seinni tónleikarnir eru fyrir 20 ára og eldri og munu Sólstafir, Reykjavík, Bootlegs og Gone Postal sjá um upphitun.

Entombed kemur frá Svíþjóð og var stofnuð 1987 undir nafninu Nihilist. Hér er á ferðinni ein vinsælasta dauðarokksveit frá upphafi og hefur sveitin áður heimsótt Ísland við mikla hylli rokkara.

Með ellefu breiðskífur og fjöldan allan af stutt og smáskífum útgefnum er Entombed ein reynslumesta sveitin í heiminum í dag með þúsundir tónleika um allan heim að baki. Hér er á ferðinni alvöru dauðarokkstónleikar á heimsmælikvarða.

Forsala er í gangi á báða tónleika hjá MIÐI.IS
HVAÐ: Entombed, Sólstafir
HVAR: Gamli Gaukurinn
HVENÆR: Laugardaginn 9. júní
KLUKKAN: Húsið opnar 17:00. Tónleikar hefjast 17:30
KOSTAR: 1000kr í forsölu (miði gildir fyrir ungan gest & forráðamanneskju)
ALDUR: Ekkert aldurstakmark
FORSALA: http://midi.is/tonleikar/1/7030/
VIÐBURÐUR: https://www.facebook.com/events/314253825324485/

HVAÐ: Entombed, Sólstafir, Reykjavík, Bootlegs, Gone Postal
HVAR: Gamli Gaukurinn
HVENÆR: Laugardaginn 9. júní
KLUKKAN: Húsið opnar 21:00. Tónleikar hefjast 22:00
KOSTAR: 2900kr í forsölu
ALDUR: 20 ára
FORSALA: http://midi.is/tonleikar/1/6943/
VIÐBURÐUR: https://www.facebook.com/events/401457819875190/

Nánari upplýsingar:
Franz Gunnarsson s: 820-1975
Unnar Bjarnason s: 772-0518

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: