Út er komin safnplata með eðalsveitinni múm, Early Birds, og er það berlínska fyrirtækið Morr sem gefur út. Þessi útgáfa er kærkomin fyrir þá múmaðdáendur sem hafa átt erfitt með að komast yfir það allra fyrsta sem hún lét frá sér en efnið er með öllu ófáanlegt í dag eða svo gott sem.

Fyrstu misserin var sveitin einkar útgáfuglöð, geisladiskur með tónlist við Náttúruóperuna, tíutomma (ásamt Spúnk) og tólftomma voru á meðal þess sem kom út áður en fyrsta breiðskífan, Yesterday was dramatic… kom út.  Einnig diskur sem var unnin ásamt Músíkvati og einnig áttu þau undirspil við ljóðadisk eftir Andra Snæ. Verð er hátt fyrir upprunalega gripi, ég man að útlendingur nokkur bauð talsvert fé í Náttúruóperuna mína en því tilboði var að sjálfsögðu ekki tekið.

Að minni hyggju er múm ein allra besta sveit sem hér hefur starfað, frumleikinn og sköpunargleðin sem þar þrífst er á heimsmælikvarða enda hefur hún uppskorið samkvæmt því og nýtur mikillar virðingar um velli víða.

Hér er fréttatilkynning frá Baldvini í Kima sem sýslar með málefni Morr hérlendis. Hér er líka hægt að nálgast fínar upplýsingar um plötuna

Aftur til fortíðar með múm

Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út. Early Birds er gefin út á geisladiski sem og tvöfaldri vínylplötu af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Um er að ræða safn laga sem urðu til við lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Yesterday Was Dramatic – Today is OK, kom út. Týnd lög, hugmyndir, umhverfisupptökur, lög úr leikgerð Blá hnattarins og þess háttar eru hér samankomin á safnskífu sem á sannarlega erindi við samtímann.

Hljómsveitina múm þarf vart að kynna, hún hefur starfað óslitið síðan 1997 og ávallt farið sínar eigin leiðir. Á 15 ára ferli hefur hún spilað víða um heim, gefið út sex breiðskífur og fjölmargar smáskífur og stuttskífur. Um þessar mundir vinnur hljómsveitin að sinni sjöundu breiðskífu en hún er væntanlega á næsta ári.

Hlekkir:

www.mum.is

Kaupa plötu:

http://goodsie.com/store/kimirecords/mum-early-birds

Tagged with:
 

2 Responses to gamalt gull frá eðalsveitinni múm

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: