George Jones: RÖDDIN
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. maí, 2013]
„Hann hætti að syngja í dag…“
• Kántrígoðsögnin George Jones lést í síðustu viku
• Rödd hans þykir sú fegursta sem kántrítónlistin hefur getið af sér
Banastikan mín („deadline“) var útrunnin á föstudaginn næstsíðasta (26. apríl) þegar frétt þess efnis að George Jones væri látinn barst. Ég hefði vitaskuld húrrað inn minningargrein hefði mér unnist tími til og þess vegna koma hugleiðingar mínar um þennan meistara nú, með næstu lest ef svo mætti segja.
Leiðir mínar og Jones lágu saman með nokkuð sérkennilegum hætti. Það var um miðjan tíunda áratuginn og ég var að vafra um einn af margmiðlunardiskum Encarta sem Microsoft gaf út um hríð. Þetta var fyrir alræði internetsins og Wikipedíu sjáið til. Þar var að finna hljóðbút með lagi í flutningi Jones en bútarnir voru ekki margir og sýnir það m.a. vel í hversu miklum metum hann var þarna vestra. Lagið var „Shes’s Lonesome Again,“ búturinn á að giska 15 sekúndur. En seiðmagnið í röddinni var slíkt að ég var með það í hausnum í fjölmörg ár á eftir. Þar og þá sannfærðist ég um kynngi þá sem rödd hans bjó yfir og sá þann kost vænstan að kanna feril hans betur.
Grjótharður
Jones hóf innreið sína í sveitatónlistina á sjötta áratugnum en stjarna hans skein skærast á þeim sjöunda og áttunda. Árið 1969 giftist hann annarri kántrístjörnu, Tammy Wynette, og var samband þeirra með eindæmum stormasamt (þau skildu árið 1975). Jones var drykkfelldur mjög og sáu sumir hann sem einhvers konar kjörson Hanks Williams hvað lífsstíl varðaði en Jones var undir miklum áhrifum frá kántríkónginum. Jones var enda ávallt með aðra löppina kirfilega í grjóthörðu honkí-tonkíi þó að síðar á ferlinum yrðu silkimjúkar ballöður helsta einkennismerkið. Jones náði um síðir að rífa sig frá Bakkusi og hann kom reglulega fram allt til enda nánast, risatónleikaferðalag var meira að segja á teikniborðinu fyrir árið í ár og var ýjað að því að það yrði hans síðasta.
Eins og áður segir verður mönnum tíðrætt um hreinleikann sem var í rödd Jones. Hvernig honum tókst að renna fullkomlega saman við lagið sem hann var að flytja, tilfinningin svo sterk og sannfærandi að fólki varð orða vant. „Þetta var ekki flutningur, bara hljóðið í manni sem var að brotna saman fyrir framan þig,“ sagði Mark Hagen hjá BBC í minningarorðum og Hank Wangford hjá Guardian lýsir því hvernig Jones lengdi á tónunum og skreytti þá með tilfinningalegri dýpt sem fáir – ef einhverjir – gátu leikið eftir.
Áhrif
Jones hafði þá djúpstæð áhrif á kántrírokkara eins og Gram Parsons sem söng eitt af einkennislögum Jones og Wynette, „That‘s All It Took“, á fyrstu sólóplötu sinni GP árið 1973 ásamt Emmylou Harris. Hæfileikar skera á öll kynslóðabil og -stefnur og yngri rokkarar eru með Jones á stalli. Twitter-vottum hefur þannig rignt inn frá ólíklegustu áttum; Tom Morello, Kings of Leon og Caitlin Rose hafa öll sent alnetinu línu en einnig samtíðafólk eins og Kenny Rogers og Dolly Parton. Sjálfur Merle Haggard sparar þá ekki stóru orðin og segir: „Heimurinn kann að hafa misst mesta kántrísöngvara allra tíma.“ Jones lést á sjúkrahúsi í Nashville og var 81 árs.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012