Jólaplötur 2019: Yfirlit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. desember, 2019.
Robbie rokkar inn jólin
Á hverju ári koma út nýjar jólaplötur sem bætast við þennan undirfurðulega geira dægurtónlistarinnar. Höfundur rekur hér nokkra kostagripi.
Er jólatónlist sérstakur geiri undir dægurtónlistinni? Nei, eiginlega ekki. En samt. Hér erum við með tónlist sem er aldrei spiluð nema einu sinni á ári, í u.þ.b. mánuð, og þá er spilað mikið af henni. Mikið, mikið. Ef þú ert með gott lag eða plötu í þessum flokki ertu í nokkuð góðum málum launalega um ófyrirséða tíð og því ekki nema von að margir freisti þess að henda í eins og eina jólaplötu.
Það er mismikið um endurnýjun og árið í ár er ekkert sérstaklega fengsælt, slæðingur af nýju efni mætti segja. Umfangsmesta útgáfan þetta árið er hiklaust plata Robbies Williams, The Christmas Present . Þetta er um margt dálítið merkileg útgáfa. Williams, sem er vanur því að vera „stór“ poppstjarna, sagði í gríni að það þyrfti að taka krúnuna frá hinum kanadíska Michael Bublé en plata hans Christmas (2011) er með mest seldu jólaplötum frá upphafi. Williams, og þetta er eitthvað svo dæmigert fyrir hann, neitar þó að feta troðna stíga og býður okkur upp á tvöfalda, 24 laga plötu. Þar sem flest lögin eru frumsamin! Og það merkilega er; hann kemst upp með þetta. Frumsömdu lögunum er öllum snúið inn í hæfilega jólalegan gír og mörg þeirra hljóma þegar eins og „klassísk“ jólalög. Þau eru vel samin; gráglettin, falleg, stuðvæn, flippuð, væmin og allt þar á milli. Nógu jólaleg, nógu grípandi og alltaf fyllt þessum prakkarasjarma sem er helsta vopn Williams. Hann fer stundum langt yfir strikið, hvort heldur í tilfinningavellu eða misráðnum töffarastælum, en kemst samt upp með það allt saman. Óknyttastráks-orðsporið er svo undirstrikað enn frekar með vel útfærðu umslagi, þar sem Skröggs-ára hangir yfir.
Mektarsveitin Los Lobos var með fyrstu listamönnum til að tilkynna jólaplötu í ár. Llegó Navidad er einstaklega… ójólaleg, hljómar meira eins og frábær Los Lobos-plata. Ég er svona enn að klóra mér í hausnum yfir þessu, en platan endar þó á slagaranum „Feliz Navidad“. Þess má geta að hinn mikli gítarleikari sveitarinnar, David Hidalgo, lék inn á jólaplötu Bobs Dylans, Christmas in the Heart , sem er ein besta jólaplata sem gerð hefur verið (sjá arnareggert.is um það mál).
Í þjóðlagageiranum breska koma oft fín tillegg. Á síðustu árum hafa Cara Dillon og Emily Smith t.d. átt algerlega frábær verk. Kate Rusby hin enska hefur gefið út nokkrar jólaplötur hin síðustu ár og snarar nú út sinni fimmtu, Holly Head . Nýbylgjupopparar og -rokkarar hafa líka verið duglegir að skreyta sig með jólakúlum í gegnum tíðina og ég bendi áhugasömum á framúrskarandi plötur með Low, Bright Eyes og Mark Kozelek. Austin-mærin Molly Burch gaf út skemmtilega jólaplötu í ár, sem er í senn hátíðleg og svöl. Josh Rouse á einnig slíka plötu.
Ávallt koma líka út plötur sem fá mann til að klóra sér mjög harkalega í kollinum, þetta með Los Lobos er barnaleikur í samanburði við jólaplötu Robs Halfords, Celestial , en Halford leiðir sem kunnugt er þungarokksguðina í Judas Priest. Platan kemur út í kjölfar Winter Songs , sem hann gaf út fyrir tíu árum. Hafið það í öllu falli gott um hátíðirnar, kæru lesendur, og fyllið húsið af mannbætandi ljúflingstónum.
Og í allra allra síðasta lagi. Þegar blaðið var að fara í prentun, eða svo gott sem, bárust fréttir frá Bretlandi þess efnis að Paul McCartney hefði tilkynnt jólaplötu, nokkurs konar leynijólaplötu. Í viðtali við BBC sagði hann frá því að hann ætti heila þannig plötu, en hún væri hins vegar aðeins dregin fram á jólunum fyrir nánustu fjölskyldu. Hann bætti því svo við að hann myndi aldrei gefa hana út á almennum markaði, þó að börnin og barnabörnin væru hrifin af því hvernig hann nálgaðist sígilda jólasálma. Þess má líka geta að fyrrverandi hljómsveit hans, Bítlarnir, tók líka upp jólalög en dreifði eingöngu í gegnum aðdáendaklúbbinn sinn á sjöunda áratugnum. Vonandi verðum við bænheyrð á komandi jólum, því að þetta efni væri ansi gott í skóinn, verður að segjast.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012