Jólatónlist rúlar OK!: Fyrri hluti…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. desember, 2014
Dásemdir jólatónlistarinnar: Fyrri hluti
• Jólatónlist er stórmerkilegt fyrirbæri og krefst allrar athygli
• Fyrirbærið, sem er bæði dáð og hatað, skoðað í tveimur pistlum
Ó já, kæri lesandi, ég er mikill áhugamaður um jólatónlist og á í nákvæmlega engum vandræðum er hún bylur á okkur linnulítið í nóvember, desember og alla leiðina fram í janúar. Þessi fíkn mín – ef svo má kalla – hefur ágerst með árunum ef eitthvað er. Og saman fer einlæg, tónlistarleg nautn og akademískur áhugi á fyrirbærinu, sem er nýrri af nálinni. Ég ætla að gera grein fyrir margbreytileika þessa undarlega geira hér og svo aftur eftir viku. Reyni semsagt að endurspegla þennan botnlausa áhuga minn með fjölda pistla!
Nýmeti
Upprunalega ætlaði ég að helga einn pistil nýútgefinni jólatónlist en ég hvarf frá því, einfaldlega vegna lítillar endurnýjunar þetta árið. Það sem kannski stendur upp úr er plata Mark Kozelek, fyrrverandi leiðtoga Red House Painters, og svo algerlega úr hinni áttinni, jólaplata með Darius Rucker, leiðtoga Hootie & The Blowfish. Gekk ég meira að segja svo langt – fór eiginlega yfir sjó og land – að hlusta á þann grip og líkaði óvenju vel (segir samt meira um það hversu heillum horfinn ég er þegar kemur að þessum efnum…). Það tekur því varla að minnast á annað og þetta gengur á með éljum, sum jólin dæla stjörnur frá sér nýjum hátíðarplötum en liggja svo í leynum þess á milli. Hins vegar hef ég verið að finna aragrúa af gömlu efni sem þó er nýtt fyrir mér. Af gleðilegri uppgötvunum vil ég nefna jólaplötu John Fahey frá 1968, The New Possibility, virkilega flott dæmi þar sem þessi um margt óvenjulegi gítarleikari leikur sér glæsilega með þekkt sem óþekkt jólalög. Úr svipuðum ranni er jólaplata með Pete Seeger og hin enska Albion Band á einnig jólaplötu þar sem alþýðutónlistarblærinn er í forgrunni. Þessar plötur fann ég flestar með því að rita „christmas album“ inn í Spotify-veituna. Jólaplata með Louvin bræðrum skilaði sér þannig til mín og er hún eðlilega dásamleg (þessi samsöngur, maður!). Ég vil þá líka nefna plötu Bright Eyes frá 2002 sem hefur verið að sökkva dýpra inn í mig með hverjum jólum. Í „Low“-gír dálítið (hér vísa ég í stórkostlega jólaplötu þeirrar sveitar frá 1999), nýbylgjunálgunin tilfinnanleg og hún bara svínvirkar.
Hörkutól
Aðgengi að tónlist hefur auðvitað aldrei verið jafn svakalegt og í dag og hina ýmsu spilunarlista má finna, hvort heldur í gegnum streymisveitur eða youtube (þar er t.d. ansi skemmtilegur listi eftir John Waters og þið getið því rétt ímyndað ykkur hvernig innihaldið er). Kántríið hefur skilað fjölmörgum jólaplötum og eru harðjaxlar eins og Johnny Cash og Merle Haggard ekki undanskildir. Hef notið jólalaga þess síðarnefnda mikið. Það er einhver galdur falinn í því að hlusta á hörkutól sinna mjúku hliðinni.
Svo heyrði ég nánast fyrir tilviljun jólaplötu með James Brown frá 1999 sem var ofboðslega vond. Hann tók hins vegar upp þrjár í árdaga sem eru unaðslegar; James Brown Sings Christmas Songs (’66), A Soulful Christmas (’68) og Hey America It’s Christmas (’70). Þegar maður er í þessu miðju finnst manni eins og allir og amma þín líka hafi gert jólaplötu. En ýmsir eru enn eftir. Neil Young. Væri það eitthvað? Í næsta pistli munum við taka fyrir lélegar jólaplötur (af nógu er að taka) og klassíska kjörgripi (og af nógu er að taka þar einnig). Gleðileg tónlistarjól.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012