…hugsaði ég þegar ég fór út að hlaupa áðan með The Eye (1984) í eyrunum.  Stundum finnst mér eins og þessi magnaða sveit eigi aðeins meira skilið en költ-status og vera getið í framhjáhlaupi þegar farið er yfir feril Bjarkar.

Tónlistin á þessari plötu hljómar á köflum eins og nokkurs konar framhald af hljóðheimi Þeysarana, enda Sigtryggur á trommum og Guðlaugur Óttarsson, Godchrist, á gítar. Söngvararnir tveir koma svo með ansi mikið að þessu súbergrúbbuborði. Drunginn og þetta dulræna er á fullu svingi, þetta er brjálæðislega artí en mér finnst þetta langt í frá tilgerðarlegt. Mætti kalla þetta tormelt? Ég veit ekki, spurning kannski um hvaðan þú ert að koma. Og eitt, hvernig er eiginlega hægt að lýsa þessu ótrúlega gítarhljóði í orðum.

Hvað segir fólkið? Hvernig er með tímasetningarnar á þessu, kom þetta út fullseint í síðpönkslegu tilliti? Og hvað með næstu plötu? Og hvernig er þetta í samanburði við fyrri tíma efni meðlima og seinni tíma efni, Sykurmola, Björk o.s.frv.?

 

Tagged with:
 

3 Responses to Kukl: Djöfull er þetta geðveikt…

  1. Er ekki rétt að álykta að íslenskt síðpönk sé seint á ferðinni líkt og pönkið kom seint til landsins? Frábær sveit og plata sem er mjög svo jákvætt að minna fólk á.

  2. hver gerði koverið?

  3. Takk félagar: Egill, platan var gefin út af Crass Records og umslagið er í sama kaldhamraða, minimalíska stíl og flestar plöturnar þaðan. Umslagið hannaði Dada Nana. Jonni: Rétt. Manni finnst jafnvel eins og þetta hafi verið í einum, þéttum graut á árunum c.a. 81 – 83, íslenska pönkið og síðpönkið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: