Linda Perhacs: Í fljóti Drottins
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. mars, 2014]
Sýrðir samsíðungar
• Ný plata frá Lindu Perhacs er komin út
• Fylgir hinni „hópdýrkuðu“ Parallelograms eftir, 44 árum síðar
Reglubundið eru gefnar út plötur sem falla rækilega á milli þilja; virðast gufa upp nánast á því andartaki sem þeim er komið fyrir í hillunni. Margar þeirra hverfa réttilega sjónum en í sumum tilfellum er það beinlínis grátlegt að þær skuli ekki hafa fengið sitt tækifæri ef orða má það sem svo. Slíkt á svo sannarlega við um plötu Lindu Perhacs frá 1970, Parallelograms, en hún inniheldur dásamlega dreymna og léttsýrða söngvaskáldatónlist, líkt og Joni Mitchell sé að leika á gígjur sínar úr handanheimum. Fór svo að lokum að platan fékk uppreisn æru og var hún endurútgefin árið 1998 hjá The Wild Places sem sérhæfir sig í að grafa upp gripi sem eiga fleiri eyru skilið. Snilld Perhacs hefur svo verið básúnuð af samtímalistamönnum á borð við Mikael Åkerfeldt (úr tilraunakenndu öfgarokkssveitinni Opeth), Juliu Holter, Joönnu Newsom og Devandra Banhart en tvö þau síðastnefndu hafa verið tengd við skríti-þjóðlagastefnuna svokölluðu eða „freak-folk“, en hún dró m.a. mikil áhrif frá þessari einu plötu.
Tannfræði
Saga Perhacs er áhugaverð. Hún vann sem tannfræðingur í Kaliforníu og einn viðskiptavinanna var tónskáldið Leonard Rosenman. Hann komst á snoðir um að Perhacs væri að semja lög og varð það hrifinn að hann reddaði henni samningi við Kapp, undirmerki Universal, á þeim tíma. Rosenman sá um upptökustjórn og allan frágang en hvorugt varð svo ánægt með lokaafurðina. Perhacs lét sig hverfa í kjölfarið, líkt og platan, og sinnti dagvinnunni (en hélt samt áfram að semja).
Endurútgáfan á Parallelograms dýpkaði síðan mikið á orðspori Perhacs en eigandi The Wild Places hafði loksins uppi á henni eftir fyrstu útgáfulotuna (platan hefur verið gefin út margsinnis aftur eftir það) en þá var hún enn búsett í Kaliforníu og enn í sama starfi. Aðdáendur reyndu að virkja hana til góðra starfa, Devandra Banhart fékk hana t.d. til að syngja inn á plötu sína, Smokey Rolls Down Thunder Canyon (2007) og hún hóf að spila á tónleikum árið 2010. Julia Holter (plata hennar, Loud City Song, var valin plata ársins af Wire í fyrra) aðstoðaði hana m.a. á sviði og segist undir miklum áhrifum. Holter er frá Kaliforníu eins og átrúnaðargoðið og kemur einnig fram á nýju hljóðversplötunni.
Verður að skapa
Sú plata er gefin út af Asthmatic Kitty Records sem stýrt er af Sufjan Stevens, enn einn samtíma-„hipsterinn“ sem dáleiddur er af tónum Perhacs. Platan kallast The Soul of All Natural Things og það er síst farið leynt með nýaldartaktana eins og sjá má í lagatitlum eins og „River of God“ og „Song of the Planets“. Tónlistarlega er höggvið í sama knérunn og áður, áferðin um margt nútímalegri en kjarninn í sköpun Perhacs er enn sá sami.
Perhacs starfar enn sem tannfræðingur og segir starfið ganga vel með tónlistinni. „Þegar maður hefur unnið svona lengi að heilsu annarra verður þú eins konar líknari,“ segir hún í spjalli við Pitchfork-síðuna. „Þú ert að gefa af þér, vinnur með kærleika og allt slíkt skilar sér inn í tónlistina. Þetta er fullkomin blanda. Og ég gæti ekki hugsað mér að sinna bara öðru; þetta bætir hvort annað upp.“ Hún fer þá þá fögrum orðum um samstarf sitt við yngri listamenn, segist hafa fundið svipaðar sálir þar. „Julia og Devandra eru í þessu á réttum forsendum. Þau eru ekki að búa til tónlist peninganna vegna. Þau eru að skapa tónlist af því að þau eru þannig fólk, geta ekki annað í raun, og ég tengi vel við það.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012