Martyn Bennett: …og nýsköpun skoskrar þjóðlagatónlistar
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. janúar, 2015
Byltingarmaðurinn
• Martyn Bennett hylltur á opnunartónleikum Celtic Connections
• Frumkvöðull sem lést langt fyrir aldur fram
Celtic Connections er umfangsmikil tónlistarhátíð sem haldin er árlega í Glasgow og er tónlistarleg arfleifð kelta, þá sem nú, umföðmuð á alla mögulega vegu. Þúsundir listamanna frá öllum heimshornum taka þátt og arfinum, nýjabruminu og alls kyns uppátækjasemi eru gerð rækileg skil.
Annað tungumál
Opnunarkvöldið var núna á fimmtudaginn en þá var tónlist Martyns Bennetts leikin af strengja- og blásturssveit þar sem og komu við sögu sekkjapípuleikarar, forritarar, trymblar og söngvarar. Saga Bennetts er merkileg. Hann fæddist 1971 í Nýfundnalandi en fluttist til Skotlands er hann var sex ára. Hann lærði á hljóðfæri, sýndi snemma fram á náðargáfu og á tíunda áratugnum steig hann fram sem einn frjóasti alþýðutónlistarmaður sinnar kynslóðar. Nýsköpun og framsækni var annað tungumál Bennetts, sem kannaðist ekki við nein höft eða landamæri í landi tónlistarinnar. Hann hóf að vinna gagngert með skoska þjóðlagatónlist á tilraunakennda vegu og hefur reynst gríðarlega áhrifamikill að því leytinu til. Tónlistarmenn eins og Sam Lee, Bellowhead og Drew Wright (Wounded Knee) eiga Bennett margt að þakka. Hann sýndi að það er hægt að heiðra arfinn í Converse-skóm og með dredda og tilheyrði hópi nýsköpunarsinna sem trúa því einlæglega að mesti virðingarvottur sem þú getur sýnt hinni „hreinu“ gömlu tónlist sé að vinna með hana á frumlegan hátt. Bennett lést árið 2005, þá 33 ára gamall, úr krabbameini og var skoska tónlistarheiminum mikill harmdauði.
Okkar Bennett
Opnunarkvöldið snerist um svanasöng Bennetts, tímamótaverkið Grit, sem skipar mikinn öndvegissess í huga Skota, hvort sem þeir eru tónlistaráhugamenn eður ei. Þegar Bennett vann plötuna var hann orðinn of máttfarinn vegna veikinda og studdist mikið til við tölvuforritun til að ná fram þeim hljóðum sem hann hafði í huga. Verkið er óður til uppruna Bennetts, dregur fram sönghefðir roma-flökkufólksins og Suðureyja (Hebrides-eyja) og blandar gömlum söngupptökum og sekkjapípuleik við teknótakta og alls kyns áhrifshljóð. Bennett vissi að hann var að deyja þegar hann vann að plötunni og yfir henni er reisn sem erfitt er að setja í orð.
Tónleikararnir sjálfir voru glæstir og það tókst furðuvel að setja þessa hljóðversplötu í stórsveitarhljóm. Stjórnandinn, sem var mjög litríkur, var nánast ofurliði borinn af tilfinningasemi gagnvart verkinu og sú sjón var falleg. Skotarnir dýrkuðu þetta. Þeir tengdu við tónlistina eins og þeir einir sem eru bornir og barnfæddir í landinu geta. Litlir agnúar sem maður eins og ég gæti aldrei séð eða skilið, hafa þar ríka merkingu. Við Íslendingar, eins og aðrir, eigum auðvitað okkar „Bennetta“, sem vinna með íslensk minni sem aðeins heimaaldir hafa aðgang að. Í gangi er söngleikur sem byggist á sögu Bennetts og ævisagan kemur út á þessu ári. Bennett skildi mikið eftir, þrátt fyrir stutta ævi. Eða eins og hann lét hafa eftir sér einhverju sinni: „Ímyndaðu þér þá hluti sem gera okkur skosk. Þeir eru ekki bara í skotapilsmunstrunum en jafn rammskoskir fyrir því. Reyndu að sjá þetta gamla í nýju ljósi.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012