Norah Jones: Ég er víst indí!
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. maí]
Viltu brotna hjartað mitt?
• Norah Jones gefur út fimmtu sólóplötuna sína, Little Broken Hearts
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
„Einhver búinn að hlusta á nýju Noruh Jones?“ spurði ég í netsamfélagi nokkurra tónlistaráhugamanna á dögunum. „Arnar, ertu ekki að villast?“ var kerknislegt svarið. „Þetta er ekki „adult contemporary“-grúbban þín.“ Þetta svar kom mér sosum ekki á óvart, góðlátleg gamansemi sem snerist um það að vangaveltur um Noruh Jones ættu ekki upp á pallborð þeirra sem væru að velta tónlist fyrir sér alvarlega. Þetta viðhorf er tilkomið vegna þess að Jones verður að öllum líkindum að eilífu brennimerkt þeirri plötu sem kom henni á kortið á sínum tíma, Come Away With Me (2002) en með henni sópaði Jones að sér Grammyverðlaunum eins og enginn væri morgundagurinn. Platan er silkimjúk þar sem hún nostrar við eyrun og allir, amma þín meðtalin, umföðmuðu þessa hæglátu hæfileikamanneskju sem var ekki nema 23 ára þegar platan atarna kom út. En … (það er að sjálfsögðu eitthvað en)… svarið kom mér líka pínulítið á óvart þar sem ég hélt að Norah litla væri búinn að vinna sér inn þónokkuð af prikum hjá elítunni undanfarin ár. Enda hefur hún í raun eytt síðasta áratug í að sanna fyrir umheiminum, og sjálfri sér væntanlega líka, að það sé meira í hana spunnið en að hún framleiði bakgrunnstónlist fyrir Garðbæinga sem finnst gott að kúra á teppum við arineldinn. Little Broken Hearts er engin undantekning frá því.
Galopið hjarta
Ég man þegar ég heyrði fyrst um þessa Noruh Jones. Mér var sagt að tónlistin væri góð þó að bolurinn væri að fíla hana í botn. Ég tékkaði, með galopið hjarta, og jú, þetta var ekki slæmt. Óneitanlega þægilegt í eyrum en komonn… ekkert meiriháttar heldur. Kynnin tóku svo á sig nokkra aðra mynd þegar ég komst að því að Íslendingur, S. Husky Hoskulds, hafði vélað um hljóð plötunnar. Inga Rún Sigurðardóttir samstarfsmaður minn tók við hann ýtarlegt viðtal vegna þessa og í ljós kom að platan hafði verið mun hrárri í upphafi, útgáfufyrirtækið hefði hins vegar heimtað meiri poppgljáa ef svo mætti segja. Noruh hefur ekki verið umhugað um að endurtaka leikinn á Come Away With Me, gljáinn hefur vísvitandi verið afmáður á þeim plötum sem á eftir hafa komið.
Ekki alla leið…
Næsta plata hennar, Feels like Home fór kannski ekki alla leið í það að brjóta upp mynstrið en þó, strax mátti heyra vissar sveigjur og beygjur sem voru líklegri til að fæla frá en laða að. Platan var meira í rótunum, moldinni og breitt var yfir sérlundaða snillinga eins og Townes Van Zandt og Tom Waits. Á Not Too Late (2007) fór hún svo enn lengra með þá þrá sína að vera ekki pinnuð niður sem þægileg sófadíva og um þetta leyti setti hún hliðarverkefni sitt, Little Willies, í gang, sem lýsa mætti sem lítilli, skrítinni kántrísveit. The Fall (2009), platan sem kom út á undan þessari nýjustu, er þá toppurinn á þessari umbreytingu Jones, þar má heyra söngvaskáld sem fer kirfilega sínar eigin leiðir án þess þó að tapa einhverju sem kalla mætti áhlýðilegheit. Já, er nema furða að maður hafi verið pínku hissa á viðbrögðunum sem ég nefndi í upphafi greinar. Ég hélt að Norah Jones væri hipp og kúl!?
En að gríni slepptu, þá er sem Jones sé nú búin að gera þetta að sérstakri list, að búa til lög sem eru þægileg á yfirborðinu en undir niðri er eins og eitthvað kraumi, eitthvað sem erfitt er að setja fingur á. Upptökustjórnandi þessa nýjasta útspils í þeim fræðum er þá enginn annar en Danger Mouse, en hann tók upp síðustu plötu Beck, Modern Guilt. Plata sem er einmitt svo furðuleg vegna þess hversu venjuleg hún er. Já, það er margt í mannheimi…
Stikkorðaský
Abba Airwaves ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Stuðmenn Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012