Plötudómur: Benni Hemm Hemm – Church/School
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, mánudaginn 3. janúar, 2022
Allt fram streymdi
Nýjasta útspil hins mjög svo fjölhæfa Benna Hemm Hemm eru tvö spunaverk sem voru tekin upp í Seyðisfjarðarkirkju og -skóla.
Benni Hemm Hemm, Benedikt Hermann Hermannsson, hefur starfað að alls kyns tónlist í gegnum tíðina. Hann hefur gefið út grípandi indírokk en einnig tilraunakennd hljóðverk og þetta verk, Church/School, fellur kirfilega í seinni flokkinn. Og þó. Um er að ræða spunaverk í tveimur hlutum sem býr þó yfir heilmiklu melódíunæmi.
Tilurð verksins er allrar athygli verð. Benni lýsir því sem svo að hann hafi verið á göngu heim til sín eitt síðdegið, nánar tiltekið 19. febrúar 2019, og hafi þá fengið nokkurs konar vitrun. Það hafi runnið upp fyrir sér hvað hann þyrfti að gera sem tónlistarmaður og á einu augnabliki hafi hann móttekið allt sem hann þurfti að vita hvað varðaði lagasmíðaferlið, upptökumál, spunann, texta, hljóðblöndun, framkomu, allt. Hann hafi uppgötvað í einni sviphendingu að þetta væri það sem hann yrði að gera, nú og eftirleiðis.
Fyrst um sinn hafi hann þó haldið að hann væri að missa vitið og fór hann því leynt með þetta fyrst um sinn. En áætlun um tónlistargjörninginn var engu að síður klár í hausnum. Þegar fjölskylda hans skrapp svo úr bænum eina helgi ákvað hann að tilreyna allar þær hugmyndir sem blöstu við honum. Ef útkoman yrði hræðileg þá væri bara ljóst að hann væri búinn að tapa vitinu fyrir fullt og allt.
Eftir að hafa skutlað fjölskyldunni út á flugvöll hafi hann svo farið beinustu leið í Seyðisfjarðarkirkju og hafist handa við upptökur. Hann lék á Steinway-píanóið í hálftíma og tónlistin flæddi fram. Hann færði sig síðan yfir í Seyðisfjarðarskóla þar sem hann tók upp þar til brast á með morgunskímu. Trommur, bassi, hljómborð, blástur, gítarar, raddir, ásláttur o.s.frv. Heim fór hann, svaf í fjóra tíma, og svo aftur af stað. Mikill uppgangur en ótti við að vera að detta í maníu var farinn að láta á sér kræla. En vissan um að vel hafi verið að verki staðið var því sterkari.
En hvernig er verkið þá lesandi góður? Á ég að segja þér frá því? Ég greini spunann vel, maður heyrir það t.d. í píanósprettum en þetta er um leið unnið verk, skipulegt og uppraðað. Þetta er það besta úr báðum heimum, tamið flæði eiginlega. „Church“ byrjar með hljóðabylmingi, nokkurs konar spunayfirlýsing, en svo koma melódíur sem meika sens, leiknar af manni sem er auðheyrilega enginn aukvisi. Lýsingin á ferlinu gefur mögulega til kynna að þetta sé klukkustundarlöng súpa sem einkennist af gargi og geðveiki en svo er ekki. Bæði verkin eru falleg í raun, nostrað hefur verið við þau og maður finnur alveg að þetta hefur verið afar losandi ferli fyrir Benna. Það eru kaflar í „School“ sem vísa í ýmislegt sem ég veit að hann þekkir. Nútímatónlist, tilraunir Talk Talk, raftímabil Miles Davis, nútímadjass. Þetta flögrar þarna um að einhverju leyti a.m.k. Þetta er þó fyrst og fremst afdráttarlaust. Hrein sköpun. Gakktu inn í kirkjuna/skólann eða bara slepptu því.
Verkið kom út 30. október síðastliðinn og streymir nú á Bandcamp og Spotify. Gerðarleg vínilútgáfa, tvöföld, kemur svo út í apríl á næsta ári. Þar verður einnig að finna myndefni og annað ámóta eftir Peter Liversidge. Téður Peter útbjó einnig myndbandsverk við báða hluta Church/School en þau má finna á Vimeo.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012