Plötudómur: Björt Rúnars – Tiktúra
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. ágúst, 2023
Í mistrinu fagra
Björt Rúnars sellóleikari og tónskáld hefur verið búsett í Barcelona síðustu 23 ár. Fyrsta sólóplata hennar, Tiktúra, kom út í desember á síðasta ári.
Mikið var gaman að fá tækifæri til að heyra í Björtu vinkonu minni í síma á sunnudaginn. Ég kynntist henni snemma á tíunda áratugnum, klassískt menntaður sellóleikari sem tróð upp með tilraunasveitum eins og Stilluppsteypu og lagði til hljóðfæraleik á plötu Reptilicus, 0 (1994). Hún tengdist m.ö.o. tilraunasenu Reykjavíkur þessi árin eins og ég, þegar við unglingarnir vorum að máta okkur við hina ýmsu stíla og lífsholningar. Björt var pönkari, glæsileg á sviði með Stilluppsteypu hvar boginn var dreginn yfir svörtu pilsi og hermannaklossum.
Á þessum árum eru vináttubönd treyst í eldi. Við erum „saman“ í þessu og það skiptir ekki máli hversu oft eða sjaldan „við“ hittumst í framhaldinu. Ég hafði ekki heyrt í Björt í kvartöld eða svo en það var eins og systkini væru að tala saman þennan góða sunnudag. Mikið hlegið og mikill vænleiki og ljúflingsheit.
„Þetta er plata sem ég náði loks að klára í covid,“ lýsir hún. „Ég veit ekki af hverju en ég hef aldrei haft sérstaka þörf til að gefa út sólóverk.“ Og trauðla hefur hún komist í slíkt enda nóg að gera hjá henni. Hún ferðast um heiminn með alls kyns listafólki á milli þess sem hún kennir. Hún er reyndar búin að gefa kennsluna að mestu upp á bátinn, segir hún mér, sökum verkefnafjölda. Þau hafa tekið til kvikmynda, spuna, innsetninga, tilraunatónlistar, dansverka og tónlistar fyrir sjónræna miðla, svona meðal annars. Björt ferðast heimshorna á milli með franska listhópnum Cie Carabosse og kemur einnig fram með listakonunni Alba G. Corral. Hún er þá að vinna með ljóðskáldinu Mireia Calafell, myndhöggvaranum Joaquín Jara og í vinnslu er nýtt verk með Cie Carabosse, verk með finnska leikstjóranum Vilja Itkonen og tilraunabandinu Fe Baido. Nóg af járnum í eldinum og segist hún afar þakklát fyrir þá stöðu.
Tiktúra er sex laga plata, hljóðrituð og -blönduð af Björtu í heimahljóðveri hennar Studio Kurrr árin 2021-2022. Hljómjöfnun var í höndum izORel og Enki Rotureau hjá La Posada Records.
Tónlistina vinnur hún með sellóinu, bæði náttúrulega hljómnum en líka hljómum sem hafa verið unnir með áhrifshljóðum og hinum ýmsu vinnslubrellum. Stutt er við með rödd, hljómborðum, stöku töktum og vettvangshljóðritunum. „Rekaldi“ opnar plötuna, myrkt og dulúðugt. Bæði strengjaplokk og strengjastrokur rúlla inn í upphafinu og stemningin nær manni. Það er falleg andakt yfir. „Arabreida“ viðheldur þessu, það er gotneskur „ambient“-bragur á þessari smíð og seiðandi rödd Bjartar kemur sem úr fjarska. „Mistur“ er rafrænna, leitt af hljómborði og rödd Bjartar. Enn næst að knýja fram sannfærandi andrúm, við svífum um ókennilega handanheima. Lögin sem á eftir koma viðhalda þessu, „Tephra“ einkennist meðal annars af flottum, nánast „industrial“ áslætti og framvindan er ógurleg. „Syndring“ og „Eydirek“ höggva í sama knérunn og platan er heildstæð. Þetta er „þung“ og áleitin tónlist sem er um leið uppfull af nístandi fegurð. Hljómurinn er auk þess feitur og umlykjandi og við erum tosuð inn. Virkilega vel heppnað verð ég að segja, sérstaklega þegar litið er til þess að þetta er frumburður Bjartar í þessum efnum. Skýr einkennistónn er þegar kominn og framreiðslan er gifturík í meira lagi.
Platan kom sem fyrr segir út í desember síðastliðnum og streymir hún um Spotify. Henni var auk þess hlaðið upp á Bandcamp í janúar á þessu ári.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012