Plötudómur: Elíza Newman – Wonder Days
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. nóvember, 2022.
Hjartað er ofurafl
Wonder Days er ný plata eftir Elízu Newman. Um er að ræða fimmtu sólóplötu söngkonunnar sem gerði garðinn frægan hér áður fyrr með Kolrössu krókríðandi/Bellatrix.
Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með Kolrössu krókríðandi en sveitin keflvíska bar sigur úr býtum í Músiktilraunum árið 1992 með miklum glæsibrag. Sveitin varð fljótlega ein helsta neðanjarðarrokksveit landsins og leiddi þá bylgju á tíunda áratugnum ásamt sveitum eins og Botnleðju, Mausi og Ensími. Elíza hefur starfað við tónlist allar götur síðan og farið víða í tónlistarsköpun sinni og „samið allt frá pönki til óperu til Eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli og nú síðast Fagradalsfjalli!“, eins og segir í glettinni fréttatilkynningu. Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinaviu og fjórar sólóplötur til þessa. Síðasta breiðskífa Elízu, Straumhvörf, hlaut m.a tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Straumhvörf er heimakær, grunduð plata, hvar Elíza lék sér m.a. að andstæðum. Um hana sagði ég á vettvangi RÚV: „Þannig rúllar platan, Elíza leyfir alls kyns tilfinningum að streyma fram og skiptast á gáskafull, orkurík lög og harmrænar ballöður. Platan fer upp og niður – eins og lífið sjálft. Textarnir eru einlægir, en líka fyndnir og grallarakenndir – líkt og söngkonan.“
Platan nýja inniheldur tólf frumsamin lög og stjórnaði Elíza upptökum á plötunni ásamt því að syngja, spila á fiðlu, gítar, bassa, píanó og ukulele. Gísli Kristjánsson hljóðblandaði plötuna og spilaði á gítar, bassa, trommur og hljómborð og Simon Davis spilaði á píanó, hljómborð og gítar. Njal Frode Lie hljómjafnaði.
Elísa sagði pistilritara að hún hefði viljað leyfa plötunni að flæða dálítið óheftri áfram, gefa lögunum rými og hún hafi t.d. elskað að „fiðlast svolítið á plötunni.“ Hljóðfæraleikur er afslappaður og lausbeislaður og hún spilaði sjálf á gítara, bassa, ukulele og píanó.
„Icebergs“ opnar plötuna, lag með flott og öruggt drif og undir áhrifum frá Sandy Denny eins og Elíza útskýrði fyrir mér en hún var svo góð að hleypa mér inn í pælingar sínar um hvert og eitt lag. Þannig er „Silverlining“ afar áhrifaríkt og fallegt, „lagið sem bjargaði lífi mínu, kom til mín þegar ég hélt að ekkert væri eftir og blés mér kjark í brjóst.“ Það heyrist líka svo ofsa vel en Elíza barðist við krabbamein fyrir nokkrum misserum og hafði betur. Lögin koma svo eitt af öðru og eru með alls kyns sniði, ekki ósvipað og síðast. „Maybe Someday“ er ærsla- og gleðiríkt á meðan „Wonder Days“ er innilegt og umvefjandi.
„Ósýnileg“ er frábært og er m.a. innslag í yfirstandandi – og eilífa – baráttu fyrir kynjajafnrétti. Talað er um að taka pláss, færa sig ekki og þessi lína er góð: „Þú mátt alveg vanmeta mig / En hjarta mitt er ofurafl.“ Eðlilega koma upp hugrenningatengsl við Kolrössu krókríðandi árið 1992 þegar þær, unglingar, tóku pláss svo um munaði, gáfu feðraveldinu löngutöngina og rokkuðu sig inn í tónlistarsögu landsins með ógleymanlegum töffaraskap.
Þrjú síðustu lögin lýsa ágætlega fjölskrúðugheitunum hérna. „Fagradalsfjall (You’re So Pretty)“ er stórgóð smíð og eftirminnileg, „Eldfjallaslagari númer tvö, en ekki hvað?,“ segir Elíza mér og hlær. „Edge of Nowhere“ er gott dæmi um þennan háttfrjálsa, styrkjandi anda sem leikur um plötuna og „Greatest Love Story Untold“ er „vampíruballaða“ samkvæmt höfundi, hvar ástin sigrar allt – meira að segja tímann. Allt í allt vel heppnað verk og stæðilegt frá Elízu og mér finnst þessar tvær síðustu plötur hennar svo fínar eitthvað. Yfir þeim er mild fegurð saman með sátt og æðruleysi, plötur sem er bara hægt að knýja fram er reynslan er farin að hafa sitt að segja.
Elíza lýsir Wonder Days sem mjög persónulegu verki eða eins og fram kemur í fréttatilkynningu: „Tónlistin bjargaði mér þegar ég hélt ég hefði ekkert meira að gefa. Hún veitti mér kjark og huggun og dró mig af stað. Það er ómetanleg gjöf að geta samið tónlist þegar maður er að jafna sig eftir erfið veikindi, í einangrun í miðju Covid, ein úti í sveit! Vonandi talar hún til einhvers sem þarf á því að halda.”
Fram undan er tónleikahald þar sem platan verður flutt með hljómsveit og órafmagnað.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012