Plötudómur: Fríða Dís – Lipstick On
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. september, 2022.
Rífandi hrátt rokkabillí
Ný plata söngkonunnar Fríðu Dísar, Lipstick on , kom greinarhöfundi á óvart en þar fer dúndrandi öruggt og valdeflandi rokk og ról sem setti hann eiginlega á hliðina.
Fríða Dís söng lengi vel með Klassart, gaf svo út sólóplötu í hitteðfyrra, en með þessu verki er ekkert minna en endurfæðing og endurreisn í gangi. Þessi plata Fríðu Dísar kom mér nefnilega algerlega í opna skjöldu. Hún er frábær. Ég var nefnilega ekkert sérstaklega bjartsýnn er ég lagði í hana, jafnvel með beyg í brjósti. Fyrsta sólóplata hennar, Myndaalbúm (2020), er nefnilega rækilega tvístígandi verk, nánast hálfkarað, og óvissan því yfirliggjandi er ég smellti þessari í veituna. Gleðin því ósvikin er platan hóf að rúlla. Eitthvað hefur gerst á síðustu tveimur árum, því verkið gæti verið eftir einhverja allt aðra tónlistarkonu. Sem hún er í vissum skilningi reyndar.
Fríða á lög og texta og útsetningar; syngur og leikur á bassa en Smári Guðmundsson sá um upptökustjórn, útsetningar og spilaði á gítara. Aðrir sem koma að plötunni eru Stefán Örn Gunnlaugsson (upptökustjórn, hljóðblöndun, píanó, hljómborð), Halldór Lárusson (trommur), Soffía Björg Óðinsdóttir, Hallbjörn Valgeir Rúnarsson, María Rún Baldursdóttir, Viktor Atli Gunnarsson, og Ásbjörg Jónsdóttir (raddir). Jóhannes Haukur Jóhannesson sá þá um leik í laginu „Guidelines for Dreamers“. Sigurdór Guðmundsson sá um hljómjöfnun.
En hvað gerðist? Því að eitthvað gerðist. Fríða segir sjálf frá því á Fjasbókarreikningi sínum hvernig hún samdi lagið „Guidelines for Dreamers“: „Nokkrum andartökum síðar samdi ég lag sem breytti lífi mínu. Hvernig ein vísbending leiddi af sér aðra, eins og ég væri í leiðslu, og hvernig allt small að endingu saman er tilfinning sem ég get ekki lýst öðruvísi en sem alsælu.“
Takk fyrir! Í viðtölum hefur hún líka talað um flæði, þörfina fyrir að gera eitthvað skemmtilegt og að taka pláss. Setja á sig varalit, mæta á staðinn og fylla upp í rýmið! Þessi plata speglar þetta allt saman og það rækilega.
Það er viss kraftur sem rennur í gegnum plötuna sem er ánetjandi. Spilagleði og öryggi sem bókstaflega stafar af öllum lögunum. Hljóðmyndin er líka eitthvað svo svöl. Það er unnið með rokkabillí, gítararnir bergmála með rífandi hljómi og platan hljómar frábærlega. Það er eins og skapalónið sé fengið frá gömlum finnskum rokkabillíhundum sem hafi komið fram í Kaurismäki-mynd árið 1985. Sjá t.d. titillagið, firnasterkt, og tilraunir með raddir og bakgrunnshljóð lyfta öllum lögum. „Cats & Cassettes“ er grallaralegt, hálfgert rapp í gangi á köflum, en það fellur eins og flís við rass hvað restina varðar. Allt hérna er dásamlega skemmtilegt, líkt og Stray Cats leiki undir söng Julee Cruise (sjá t.d. dulúðarfullu rökkurstemmuna „The Spell“) og svo tekur við hálfgert brjálæði, „Shower Shock“, með vel feitum og þverrifnum gítarhljómi ofnum saman við tælandi og nærfellt súrrealískan söng.
Eins og sjá má, virkilega vel heppnað verk. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári. Segi og skrifa það. Von mín er sú að hún hamri þetta járn eitthvað áfram, láti skeika að sköpuðu og haldi áfram að semja, taka upp og gefa út. Skítt með almenningsálitið. Hér er tekið pláss, glæsilega, og auðvitað er þetta til fyrirmyndar fyrir kynsystur hennar í svipaðri stöðu. Svona verk, svona starfsemi, skiptir máli og ekki bara tónlistarlega.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012