Plötudómur: Hekla – Xiuxiuejar
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. október, 2022.
Með algert tangarhald
Ný plata þeremínleikarans og hljóðarkitektsins Heklu Magnúsdóttur heitir hinu magnaða nafni Xiuxiuejar. Pistilritari kastaði sér fagnandi á hljóðbylgjurnar.
Ferill Heklu hefur alla tíð farið frekar lágt en við sem vitum vitum. Hekla hefur allt frá árinu 2014 gefið út plötur sem hafa verið virkilega tilkomumiklar, hvar hún heggur út hljóðheim sem er í senn dulúðugur og ægifagur. Þeremínið, það furðuhljóðfæri, miðlægt en allt í kring myrk, seiðandi og göldrótt hljóð sem styðja við afar kræsilega framvindu, hljóðheimur sem setur þig ítrekað á bríkina. Hekla vex með hverri útgáfu, ég skrifaði síðast um Sprungur (2020), sex laga plötu, en nú er það Xiuxiuejar , plata sem fékk blaðamenn The Guardian til að stilla henni upp sem samtímatónlist mánaðarins (þess má geta að sjálf PJ Harvey setti lag með Heklu inn á lagaspottann sinn í kringum útgáfuna á Sprungum og BBC fékk hana aukinheldur í viðtal þá).
Farið lágt sagði ég. Hekla sjálf er ekki beint galandi á torgum er plötur hennar koma út, umtalið ferðast að mestu leyti um neðanjarðarkreðsur en ég veit fyrir víst að nafn hennar er að komast á æ fleiri varir. Hún gefur nú út hjá Phantom Limb í Brighton og dúkkar líka reglulega upp í samstarfsverkefnum, hvort sem er með Sóleyju, Ásu Dýradóttur (Mammút), Lilju Maríu Ásmundsdóttur eða gamla félaga sínum úr brimbrettasveitinni Bárujárni, Sindra Frey Steinssyni. Hún hefur þá verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og fyrir fyrstu plötuna ( Hekla , 2014) fékk hún Kraumsverðlaun, viðurkenningu sem hún segir að hafi hvatt sig áfram á þessari braut.
Xiuxiuejar þýðir að hvísla á katalónsku en Hekla hefur dvalið langdvölum í Barcelona og var alin þar upp. Hekla blandar saman þeremínhljóðum og sellói en syngur einnig á plötunni. Hörður Bragason leikur á orgel, Óttarr Proppé syngur í einu lagi og áðurnefndur Sindri Freyr og Arnljótur Sigurðsson spila á flautur.
Eins og segir: list Heklu verður betri, framsæknari og öruggari með hverri útgáfu. Hver plata er straumlínulagaðri en sú síðasta en á þessari býður hún okkur þó upp á vissa fjölbreytni þó að grunnstoðirnar séu sem fyrr gotneskt bundnar skuggamyndir; dökkir, krómaðir og drungalegir tónar og ómar. Hryllingsmyndahugrenningatengsl eðlilega, hljóðfærið er þannig, en Hekla stýrir þessu einnig í þær áttir á vissan hátt. David Lynch á bak við mixerinn (já, ég nota öll tækifæri sem ég hef til að koma þessum meistara inn í skrif mín) og Nosferatu hjálpar til.
Það eru seiðlæti og dulmögn, lög sem skríða áfram í hægð en það er og reynt á þanþol. Það ískrar í „Enn og aftur“, líkt og það sé verið að draga klóru eftir stálfleti eða nögl eftir skólatöflu. Óþægilegt. Og það viljandi. „Ris og rof“ heitir eftir samnefndri stuttskífu hennar (2016) sem ég finn hvergi á netinu núna og ég man því hreinlega ekki hvort þetta lag er þar eða hvort það heitir bara sama nafni (leiðréttingar sendist í póstfang). En hér er a.m.k. glæst óhljóðaverk, virkilega vel samið og útsett og minnir pínu á Klöru Lewis sem ég sá á Extreme Chill-hátíðinni fyrir stuttu. Með þessu „lagi“ er Hekla aðeins að reyna á okkur og sjálfa sig og þetta er leið sem gefur ýmislegt til kynna, hugsanlega útvíkkun á hljóðheiminum í framhaldinu, hver veit.
Já, hver veit? Í öllu falli hefur Hekla fyrir löngu sannað sig sem ein af merkustu tónlistarkonum okkar í dag. Það er bara þannig. Og ekki öðruvísi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012