Plötudómur: Iðunn Iuvenilis – Iuvenilis
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 18. september, 2021.
Eitt orð myndi gerbreyta öllu
Iðunn Iuvenilis, sem er listamannsnafn Iðunnar Snædísar Ágústsdóttir, er ungt og upprennandi tónskáld sem sinnir tilrauna- og popptónlist jöfnum höndum.
Popptónlist er líklega orðum aukið en platan sem ég ætla að rýna í hér, Iuvenilis , er aðgengilegasta verk Iðunnar til þessa, a.m.k. það sem út hefur komið. Hún hefur t.a.m. útbúið hljóðinnstillingu, Nightvision , sem var frumflutt í Hörpu í júní síðastliðnum (sama mánuði og Iuvenilis kom út). Um var að ræða fjórlaga verk sem kom út úr fjórum mismunandi hátölurum í ferningslaga rými ásamt myndskeiðum. Tveimur árum fyrr sýndi hún vinningsverkið Sunnefu, einnig innsetningarverk, byggt á voðalegu máli Sunnefu Jónsdóttur (f. 1723) sem var dæmd til drekkingar vegna blóðskammar. Þetta verk er til á Bandcamp/Spotify ásamt líka verkinu Requiem of Patience .
Iuvenilis er fallegt verk, smá tilraunakennt og smá ekki. Raftónlistarskruðn helst í hendur við „lifandi“ hljóðfæri, melódíur lifa í sátt og samlyndi við afstrakt spretti og röddin er stundum skæld, stundum hrein eins og lind. Textar á íslensku og ensku og flæðið brotið upp án aðvörunar og afsakana. Síðustu tvö lögin eru t.d. undurblíð píanóverk, nokkurs konar endastef eða „coda“.
Ég hafði samband við Iðunni og hún gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum þrátt fyrir að vera á ferðalagi um Brasilíu.
Það er svo greinilega verið að vinna með særindi og bata á plötunni, nokkuð sem kemur fram í formlegri tilkynningu. En hvað var Iðunn að pæla?
„Í fyrsta lagi vildi ég tjá ákveðna hluti og í öðru lagi vildi ég kanna aðra hluti,“ útskýrir hún. „Mér finnst mörk milli nútímatónlistarstefna áhugaverð og velti oft fyrir mér hvenær popp verður að poppi og hvenær skrýtið lag verður það skrýtið að það teljist „tilraunakennt“. Í þessum vangaveltum lenti ég oft á stað þar sem mér fannst ég þurfa að skuldbinda mig við tónlistarstefnu til að gera plötuna auðskiljanlegri. En það var ekki það sem ég vildi og undir lokin fór mér að finnast svolítið sport í því að streitast á móti þörfinni til að skuldbindast ákveðinni stefnu, t.a.m. með því að leiða beint úr útsettum píanóparti, sem minnti mig á fjórradda kór, yfir í spuna sem ég átti svo við í eftirvinnslu. Fyrir mér var mikil frelsun fólgin í þessu, komandi úr klassísku tónlistarumhverfi.“
Iðunn segist aðspurð ekki finnast hún endilega vera á geiraflakki.
„Það hafði ekki hvarflað að mér, fyrir mér var þetta sami hluturinn, þ.e.a.s. tónlistin fyrir plötuna og hljóðverk fyrir innsetningar. Hvort tveggja er tónlist, tjáning í gegnum hljóð, og þess vegna sé ég þetta sem mismunandi hliðar á sama teningnum. Þessa dagana vinn ég við hljóðtækni og -hönnun fyrir tölvuleik, sem ég tengi líka við fyrrnefndan tening, og er þakklát alla daga fyrir að fá að vinna með eyrunum, það er svo gaman.“
Pistilritari kallar til nöfn eins og Báru Gísla, Þórönnu Björnsdóttur og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, íslenskar konur sem hafa verið að þenja mörk tón- og hljóðlistar á undanförnum árum. Finnur Iðunn sig í þessum hópi?
„Jú, ætli ég finni mig ekki sem hluta af þeim hópi; íslensk kona að gera sniðuga tónlist. Það er bara alltaf auðveldara að vera stoltur af öðrum en sjálfum sér. En það er alveg rétt, íslenskar konur eru að gera stórmerkilega hluti þegar kemur að því að skapa frumlega tónlist og það gerir mig innilega stolta.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012