Plötudómur: Kælan Mikla – Nótt eftir nótt
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. nóvember, 2018
Að næturþeli
Hulduverur Tríóið Kælan Mikla er nú á mikilli gandreið um tónlistarheima.
Ég skrifaði síðast um þessa mektarsveit fyrir tveimur árum og var hún þá farin að vekja verðskuldaða athygli fyrir list sína og ýmiss konar virkni á menningarsviðinu (hönnun, safnplötuútgáfa o.fl.). Leiðin hefur, í sem skemmstu máli, legið beint upp á við síðan þá, æ fleiri tónleikaferðalög, umfjallanir, athygli o.s.frv. Má segja að einum toppi hafi verið náð í sumar, hið minnsta, þegar sveitin lék á tvennum tónleikum í London, annars vegar í Hyde Park og svo á Meltdown-hátíðinni en um listræna stjórn þar sá Robert Smith, forsprakki The Cure og handvaldi hann Kæluna inn á hátíðina (The Cure lék og í Hyde Park og var aðalnúmerið þar, nema hvað). Fyrir hljómsveit sem leggur sig eftir svipuðum hljóðheimi og The Cure, gotneskum drunga og melankólísku skuggaflökti, er einfaldlega ekki hægt að hlotnast meiri heiður. Kælan Mikla hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin enda slípa þær stöllur steininn frá morgni til kvölds (og fram á nótt) en sveitina skipa þær Sólveig Matthildur, Margrét Rósa og Laufey Soffía.
Plötusafnarinn í mér hvíslar nú hátt í eyrað á mér að útkljá allan hugsanlegan misskilning um útgáfur Kælunnar Miklu til þessa. Árin 2013-2015 komu út prufuupptökur eða „demó“ og árið 2014 hljóðritaði sveitin plötu, Mánadans, ásamt Alison MacNeil (Kimono) en platan var sett á ís. Fyrsta eiginlega platan kom svo út 2016 en Mánadans leit dagsins ljós í fyrra – og aftur í ár, en Artoffact Records í Kanada gefur út, sem og plötuna nýju, Nótt eftir nótt.
Samnefnda platan (2016) var til muna fókuseraðri en fyrirliggjandi demó, skuggabylgjan svokallaða („darkwave“) kirfilegur grunnur, öll tónlistin hjúpuð drungalegum, gotarokkslegum blæ með sterkri skírskotun til upphafs níunda áratugarins, og á köflum eins og eitt langt tilbrigði við Faith-plötu The Cure. Fínasti frumburður þó að lög væru sannarlega misspennandi og í ófrumlegra lagi á stundum og eitt og annað sem þarfnaðaðist fínpússningar, nokkuð sem kemur venjulega með reynslu.
Nótt eftir nótt er engan veginn stílbrot, það er haldið áfram með sama kúrs en svo gott sem allt hérna er betra, fumlausara og straumlínulagaðra. Lög eru betri, þéttari einhvern veginn, og rúlla áreynslulaust áfram. Hugsað er fyrir flæðinu á milli versa og viðlaga og stelpurnar eru vakandi fyrir hvernig hægt er að nýta hljóðáhrif; hvort heldur sem er í inngangi laga eða innan um hljóðfæraganginn. Spilamennskan er líka orðin betri og gripurinn allur hinn stöndugasti. Ég heyri í The Cure, Siouxsie and the Banshees, Rammstein, NIN og jafnvel Depeche Mode, og þetta er einfaldlega meira „fullorðins“ en hefur verið. Eðlilega.
Ég er svona korter frá því að segja að bandið sé tilbúið fyrir leikvangana! Tökum lag eins og „Draumadís“, hvernig það rennur hnarreist áfram, lyft upp af yndislegum, gamaldags hljóðgervli, melódískum, Joy Division-legum bassa og ákveðinni en um leið blæbrigðaríkri söngrödd (Laufey hefur vaxið mikið sem söngkona). Dómar, jákvæðir, eru farnir að birtast víða, í nafntoguðum neðanjarðarmiðlum og sveitin er að verða þokkalegasta stærð í hinni alþjóðlegu skuggabylgjusenu. Þá hefur stórum nöfnum eins og Chelsea Wolfe og Myrkri verið kastað fram í dómum um sveitina. Það verður því spennandi að fylgjast með þessari harðduglegu sveit næstu misseri.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012