Plötudómur: Kristín Lárusdóttir – Kría
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. maí, 2023.
Níu tommu naglar
Þriðja plata Kristínar Lárusdóttur, Selló Stínu, kallast Kría. Þar handleikur hún íslensk þjóðlög, rímur og raftónlist með eigin hætti og „pönkar þetta upp“, svo vísað sé í listakonuna. Kría fer undir smásjána í þessum pistli.
„… sem verður með allt öðrum tóni en þeir fyrri tveir. Núna verður það raftónlistarpönk. Eða, ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina tónlist mína,“ sagði í Messenger-skeyti til blaðamanns frá Kristínu og broskalli bætt aftan við. Ég varð óður og uppnæmur, þakkaði henni fyrir að hnippa í mig og minntist þess að það eru heil sex ár síðan ég stakk niður penna um hana. Það var vegna plötunnar Himinglævu og sagði ég m.a.: „Kristín blandar glæsilega saman rímnahefð, nútímatónlist og raftónlist. Flæðið er melankólískt og það er dumbungur yfir en um leið reisn og fegurð. Það er sterkur skandinavískur blær yfir allri framvindu og já, í raun réttri er um heillandi verk að ræða. Kristín vélar sjálf um flestallt hérna og siglir hnarreist um ókunn mið – án þess að blikna.“
Það er síðan rétt sem hún segir að ramminn er spenntur upp á Kríu. Platan er eins og fyrri plötur, einslags bústug stuttskífa, liðlega tuttugu mínútur og sex laga. Kristín sér um allar tónsmíðarnar, rafhljóðaheiminn, útsetningar, sellóleik, kveðanda og upptökur. Lögin eru átta til tíu ára gömul, en Kristín tók aðeins til í þeim sarpi fyrir upptökur. Og meira efni er væntanlegt.
Ólíkt síðustu plötum er nú búið að blanda við áslætti og rafhljóðum og stikar það plötuna nokkuð skarpt frá þeim fyrri. Á meðan þær búa yfir einslags draumflæði, dökku og höfugu er … já … meira pönk í þessari. Það eru gaddar í hljóðrásinni, óvæntar sveigjur og beygjur. Harka, glamur, stingandi stemning. „Þula“ opnar verkið og það fyrsta sem maður heyrir er einmitt ákveðið, áleitið slagverk. Sellóið kemur því næst inn ásamt hvíslandi, ógnvænlegri röddu Kristínar og ókennilegum rafhljóðum. Mannskapurinn er svo róaður lítið eitt með laginu „Læst í klaka“ og sambindingin á rafhljóðunum og sellóinu er gifturík. Það er smá Nine Inch Nails yfir, dökkleit „industrial“ stemma rennur um lagið og ég tek þetta til baka. Það er enginn að róast hérna! Vel byggt og áhrifaríkt lag/verk.
„Dreyra dýja“ hefst rólega, hvar kvæðakonan Krístin tónar með reisn. Slagverkið fer svo af stað og tosar lagið í gang. Um miðbikið fáum við smá „brú“ eða millispil og rafhljóðin eru flott. Ógnandi og myrk.
Titillagið hefst með inngangi sem gæti allt eins verið með einhverri kanadískri „industrial“-sveit frá enduðum níunda áratugnum. Sellóið fer svo á hlemmiskeið og þetta lag er ekkert minna en glæsilegt. Óvenju mikil „hætta“ yfir einhvern veginn, það er fuglagarg í gangi, sellóið ýlfrar og öskrar og slagverkið beljast áfram. Mögnuð stemning eiginlega og maður kiprast til. Ekki er allt búið enn, undir restina er lagið leitt út með því að hægja ögn á framvindunni (sem setur nett brjálaða mynd á það) og það er nánast eins og sellóið sé að springa í loft upp. Frábært!
„Hrugnis blóð“ er hart og þungt (eruð þið að skynja munstur?), hálfgert þungarokk eiginlega. Pláss er þó fyrir melódíur (ein slík fer mjög fallega af stað um 1:42) og lagið er hlaðið og „upptekið“ út í gegn. Lokað er með „Númi“, drífandi lagi sem fellir sig að þeim hljóðheimi sem ég hef verið að lýsa.
Kristín er að gera mikilvæga hluti hér, hvar hún vinnur gagngert með arfinn okkar í stað þess að horfa til hans sem rykfallandi safnagagna. Þetta er ekki ósvipað því sem Martyn Bennet var að gera með skoska tónlistararfinn. Þessi plata tekur fyrri plötunum hæglega fram hvað djörfung og þor varðar, ég er ekki að setja þær niður sem slíkar, þær eru einfaldlega öðruvísi, en ég hvet Kristínu til að vinna áfram með þetta skapalón.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012