Plötudómur: Misþyrming – Með hamri
Heiftúðugir ungir menn
Með hamri er þriðja breiðskífa Misþyrmingar en hún hefur um allnokkra hríð verið með allra bestu svartþungarokkssveitum íslenskum.
Misþyrming er með allra ógurlegustu hljómsveitum íslensku svartmálmssenunnar og ferill hennar ekkert minna en stórkostlegur. Fyrsta breiðskífa hennar, Söngvar elds og óreiðu, er meistaraverk. Svo ofsafengin, grimm og keyrsluvæn að Kreator hljómar eins og Coldplay í samanburðinum! Umslag, áferð, uppstilling, hljómur, ímynd og allra handa ára – Misþyrming var með þetta allt saman geirneglt frá upphafi.
Sveitina leiðir D.G. (ég ætla að virða þessar styttingar þeirra sómapilta) en hann syngur, spilar á gítara, píanó og sér um rafhljóð. Hann semur auk þess efni plötunnar, tekur upp og hljóðblandar. Með honum á Með hamri eru þeir T.Í. (gítarar, bakraddir), G.E. (bassi, bakraddir) og M.S. (trommur). Umslagið er frábærlega áhrifaríkt, eins og öll umslög Misþyrmingar. Hönnuður er Manuel Tinnemans, sem sá og um Algleymi (2019).
Platan barst seint á síðasta ári en ég og mágusinn Árni Matthíasson náðum samt að kippa henni inn á lista sem bestu öfgarokksplötu ársins fyrir blað þetta.
Fyrsta plata Misþyrmingar, Söngvar elds og óreiðu, er stórbrotin og svo svakaleg að hún nánast kýlir þig á kjaftinn með fyrsta tóni. Algleymi var hins vegar öðruvísi. Grimm keyrslan er þar, ofsinn líka en lögin flóknari, metnaðarfyllri, epískari. Það var enda planið og það gekk upp. Á Með hamri er tónmálið þróað áfram enn og Misþyrming farin að setjast þægilega (nú, eða óþægilega) í einkennandi stíl. Platan er í senn epísk og ólmandi, brjálaðar rokkkeyrslur í bland við rólegri, dulúðugri kafla.
Sjá opnunarlagið, „Með hamri“. Það hefst eins og „stærsta lag sem samið hefur verið“, rosalega knýjandi og maður hreinlega sest dýpra í sætið – eða fer fram á bríkina – og dregur magann upp. Ég kalla svona upphafsstef það-er-eitthvað-magnað-að-fara-að-gerast-stef, hárrétt blanda af spennu, bið og svo er sleppt á hárréttu augnabliki. Lagið fer af stað eins og þegar skylmingaþrælarnir hlupu inn á völlinn í Gladiator. D.G er einstaklega lagið að framkalla svakalegt hatur og heiftýðgi með söng sínum, svo rosalega reyndar að maður trúir þessu öllu! Næsta lag, „Með harmi“ (sniðugt), er á líkan hátt stórt og voldugt og þessi bragur sem yfir lögunum er, hægari tempó, úhugsuð uppbygging, virkar einstaklega vel. Það er smá þjóðlagakeimur hér, gítarvinnan til fyrirmyndar og D.G. er eins og fyrr líkt og verið sé að steikja hann á teini lengst niðri í helvíti.
Svona rúllum við áfram og það er hreinasti glæsibragur yfir þessum löngu og vel samsettu ópusum. Hljómur er góður og nístandi, áhrifshljóð alltaf vel til fundin og þeim stillt vel upp. D.G. hefur minnst á það í viðtölum að sígilt þungarokk hafi verið honum ofarlega í huga þegar hann samdi plötuna. Og þetta verður maður var við; í bland við kolbrjálaða svartþungarokkskeyrslu er siglt um klassísk minni, grúvandi flott riff sem koma af stað hugrenningatengslum við eldri meistaraverk þungarokkssögunnar.
Að sönnu stórfengleg plata þegar allt er saman tekið og Misþyrming núna með algert „hat-trick“ í vasanum. Ekki vantar svo dómana að utan sem eru allir sem einn lofsamlegir. Ég hvet áhugafólk um þungarokk eða bara rokk til að kynna sér þetta ærlega. Þetta flýgur ekki jafn hátt hérlendis og Skálmöld, Sólstafir eða Dimma en þetta er svo fullkomlega á pari við öll þau afrek sem verið er að vinna í rokki, hérlendis sem erlendis, að mig setur bara hljóðan (svei mér þá, svitadropar leka niður ennið þar sem ég skrifa þetta!).
Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða í Iðnó 31. mars næstkomandi. Það verður eitthvað.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012