Plötudómur: neonme – Premiere
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. febrúar.
Af gyðjum og sírenum …
Premiere er plata neonme sem er listamannsnafn Sölku Valsdóttur. Helsvöl raftónlist með gotneskum blæ streymir um gripinn sem virðist úr einhverjum handanheimi.
Ég fagnaði vel og innilega þegar þessi glæsiplata Sölku kom loksins út síðasta haust en ég vissi að meðgangan hafði verið bæði löng og ströng. Ég hef fylgst vel með Sölku Valsdóttur í gegnum verkefni eins og RVK DTR og CYBER og hrifist af nálgun hennar við tónlistina. Salka hefur alltaf verið pólitísk, beitt sér fyrir valdeflandi aðgerðum í gegnum tímamótasveitina RVK DTR en auk þess voru tónlistartilraunir keyrðar upp í topp með CYBER sem er mikið uppáhald hérna megin. Sjónrænir listgjörningar hafa og fylgt þessu tvennu og Salka því fær í flestan sjó mætti segja.
Þetta sólóverkefni er hins vegar öðruvísi. Poppaðra og aðgengilegra ef hægt er að kalla tónlistina hér aðgengilega. Hún er það reyndar en á sama hátt og framsækið popp Bjarkar er aðgengilegt. Sem upptökustjórnandi hefur Salka verið giska lagin við dekkri hliðar takkastýringa, hún knýr fram gotneskan blæ (sjá HORROR með CYBER) en líka undirfurðuleg brigði, sjá t.d. VACATION með sömu sveit. Ferðalag þar sem allt fer í dásamlega, stórskrítna skrúfu. Salka nýr saman ljúfu, léttleikandi deigi en dregur það í gegnum biksvarta rauf sem er andsetin af David Lynch. Svona straumar renna nokkuð strítt um Premiere sem er lokkandi en launskrítið verk. Fallegt en gefur sig ekki, gefur sig aldrei. Þannig er opnunarlagið, „Yet Again“, borið uppi af ólíkum stoðum, hefst eins og grimmasta „industrial“ áður en bakraddir sem gætu verið frá Residents smeygja sér inn. Ofsapopp og næturkjarni eru þarna, Salka með puttann á Berlínarpúlsinum.
Við erum á undarlegum stað út plötuna, þetta er töfrum sleginn handanheimur hvar hörð óhljóð, leikræn tilþrif, álfakrydd og ókennilegar, undarlegar raddir í fjarlægð blandast saman fullkomlega.
„Upprunalega ætlaði ég að hafa sönginn í algeru lágmarki, hugsaði verkefnið sem æfingu í upptökulistinni fyrst og síðast,“ útskýrði Salka í viðtali við MixMag. „Það er iðulega þannig að ef kvenkyns upptökustjórnandi syngur líka er hún stimpluð sem söngkona eingöngu og ég vildi forðast það eins og heitan eldinn. Það undarlega er að eftir að ég tók þessa ákvörðun tóku textar að streyma til mín. Eins og að pressuleysið hafi hleypt á þá.“
Salka er auk þess vís, sjá „Ísak“, seiðandi smíð með akkúrat rétta magninu af brassi til að tosa það á næsta stig. Tengingar Sölku við leikhúsið og jaðarlistir hvers kyns saman með poppinnsæi hennar styður þá við smíðar eins og „If I Remember“ þar sem Björk og Julia Holter stíga dans. Salka er þannig í ansi vel heppnuðum línudansi út í gegn, melódía og ljúfur söngur saman með hugvitssamlegum útsetningum og náttúrulegri þörf til að ýta aðeins á og í hluti. Þó ekki sé nema smá.
Venjulegt er leiðinlegt. Þið vissuð það? Salka veit það a.m.k og sýnir okkur það á þessari frábærlega heppnuðu frumraun. Það er svo um að gera að halda þessu áfram, vinna t.d. með ímyndina sem hún skapaði í kringum allt kynningarefnið (þessi ljósmynd á umslaginu er sturluð) og byggja ofan á það sem er skapað hér. Ég lít svo á að báturinn sé rétt kominn úr vör, við tekur sigling um ævintýrahaf hljóma, tóna og óma sem verður vonandi ekki of auðveld því ýfni brimsins og ágjöf eru nauðsynlegur þáttur í því ferðalagi sem fram undan er.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012