Punch Brothers: Síð-blágresistónlist!?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. september]
Eldgamalt en nýmóðins um leið
• Hljómsveitin Punch Brothers vinnur með blágresistónlist
• Stefnir glæsilega saman gömlum amerískum arfi, nútímatónlist og neðanjarðarrokki
Nýtt, nýtt, nýtt, alltaf þarf maður að heyra eitthvað nýtt. Og ekki endilega eitthvað nýmóðins, nýtt efni frá gömlum jálkum dugar líka vel til að slökkva þennan þorsta. Sló því inn „best americana 2012“ í google, langaði til að sjá hvað væri að fara framhjá mér í þessum regnhlífar-geira sem tekur yfir jafn ólíkar stefnur og tiltölulega venjulegt kántrí, tilraunakennda appalasíutónlist og vírað tex-mex skotið blúsrokk. Svo eitthvað sé nefnt. Datt inn á síðu sem kallast The Boot, risavaxin kántrísíða sem er rekin undir hatti AOL-risans. Þar var listi yfir tíu bestu „ameríkana“ plötur ársins hingað til og lesturinn nokkuð forvitnilegur. Í fyrsta sæti situr reyndar Marty gamli Stuart og ég var ekki alveg í því stuðinu það augnablikið þannig að ég kannaði óþekktari nöfn. Tvennt vakti sérstaka athygli mína. Frábær sólóplata Söru Watkins, sem eitt sinn tilheyrði hinni framsæknu ameríkana-sveit Nickel Creek og svo sveitin sem hér er til umfjöllunar, Punch Brothers, sem koma frá Brooklyn af öllum stöðum.
Blöndun
„Að blanda saman „bluegrass“, klassískri tónlist og samtíma rokki er ekki heiglum hent,“ stóð um plötu Punch Brothers í The Boot og maður staldraði ósjálfrátt við. „Þegar hljómsveit lætur það líta út fyrir að vera svona áreynslulaust og lætur það hljóma eins spennandi og raunin er, er ekki annað hægt en að dást að meistaralegri nálgun hennar.“ Þetta var selt og ég varð mér óðar út um þennan nýjasta ópus sveitarinnar, Who‘s Feeling Young Now, sem er þriðja hljóðversplata hennar. Sveitin er leidd af Chris Thile (sem var áður meðlimur í nefndri Nickel Creek), en kauði þótti mikið tónlistarundrabarn í æsku. Eftir að hafa tekið út sína „þjálfun“ ef svo mætti segja í gegnum Nickel Creek stýrir hann nú eigin vagni en Punch Brothers var sett saman árið 2006. Blágresistónlistin sem á hug Thile allan er þróuð út frá appalasíutónlistinni og á rætur í alþýðutónlist Englands, Írlands og Skotlands. Bill Monroe er líkast til þekktasti fulltrúi þessa forms og merkilegt til þess að hugsa að hann var á miklum stalli hjá frumkvöðlum framsækinnar rokktónlistar í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum en menn eins og Jerry Garcia úr Grateful Dead og Chris Hillman úr Byrds áttu þann draum heitastan að fá að spila með Monroe.
Utangarðs
Samsláttur hins villta og formfasta lá því í loftinu á þeim tíma og hafa ýmis vensl verið þar á milli undanfarna áratugi, í formi stefna eins og „new grass“ og framsækinnar blágresistónlistar. Thile og félagar fara reyndar það langt út á brúnina að sumir tala um utangarðs-„bluegrass“ (avant-garde bluegrass).
Skemmst frá að segja þá gengur þessi görótta blanda Punch Brothers fullkomlega upp. Eyrun haldast sperrt við hverja einustu taktbreytingu og hljómfall enda er verið að koma manni á óvart í sífellu. Hvernig fór þessi blágresissprettur allt í einu yfir í höfugt, nútímatónlistarlegt flæði? Hvernig ná spilararnir að læða surgandi neðanjarðarrokki undir fumlaust mandólínplokk? Og svo er það ábreiðan á titillag hins magnaða tímamótaverks Radiohead, Kid A. Þetta er tilkomumikil plata hjá Punch Brothers, sannarlega, og sönnun á því að stundum er gamalt nýtt.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012