Þættinum hefur borist bréf. Björn Þór Björnsson, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, er ásamt að öðrum að standa að skemmtilegri tónlistarhátíð á þeim merka og sögufræga stað Rauðasandi. Ég eftirlæt Bobby orðið:

“Rauðasandur Festival 2012 6.-8. júlí

 

LAY LOW – PRINSPÓLÓ – SNORRI HELGASON – YLJA – MYRRA RÓS – LOW ROAR (US) – ÁSGEIR TRAUSTI – LOVELY LION – JOHNNY STRONGHANDS – JEFFERSON HAMER  (US) – SMÁRI TARFUR ofl

Rauðasandur Festival er lítil tónlistarhátíð í náttúruperlunni Rauðasandi á Vestfjörðum. Við leggjum áherslu á country, blues, folk og aðra órafmagnaða tónlist. Gestir eru á tjaldsvæði og tónleikarnir eru í gamalli hlöðu á bænum Melanesi.

Það er margt fleira að gerast en tónleikarnir. T.d. brenna, yoga á sandinum, sandkastalakeppni, göngu- og bátsferðir (selirnir liggja þarna í hrúgum) og allskonar leikir og fjör. Rauðasandur er fjölskylduvæn hátíð.

Ætlunin er að þetta sé litla hátíðin þar sem fólk getur skemmt sér í rólegheitunum í stórkostlegri náttúru.

Miðasalan: http://midi.is/tonleikar/1/7026

 

Læk á facebook: http://www.facebook.com/RaudasandurFestival

 

Stutt myndband um hátíðina í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=u_s8f60DUX4&feature=youtu.be
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: