Rýnt í: Ævintýri President Bongo
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. desember, 2021.
Ævintýrið góða heldur áfram
Tvær nýjar plötur bættust við útgáfuröð President Bongo, Les Aventures de President Bongo, í dag. Annars vegar plata með dúettinum Uwaga og hins vegar tónlistin við kvikmyndina Á annan veg.
President Bongo er listamannsnafn Stephans Stephensen sem færi líklega best á að kalla fjöllistamann þar sem hann myndar, hljóðritar, skífuþeytir, dansar, gefur út, siglir fleyjum, bakar pítsur og klífur fjöll. Og gerir sirka skrilljón hluti í viðbót.
Árið 2018 setti hann í gang útgáfuröðina Les Aventures de President Bongo til heiðurs belgíska ævintýramanninum Tinna, auðvitað (en hann skilgreindi hvað það er að vera ævintýramaður á 20. öldinni samkvæmt forsetanum). Alls eru 24 plötur áætlaðar og eru sex þegar komnar út. Árið 2018 kom út plata með endurhljóðblöndunum á tveimur Tilbury-lögum og sérstök útgáfa af plötu Högna Egilssonar, Shed your Skin. Árið 2019 var það Quadrantes, sem var unnin í samstarfi við bassaleikarann og tónskáldið Óttar Sæmundsen og svo Château Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Platan Dolores Del Ríó, ánöfnuð Local Product, kom svo út 2019 og sjötta verkið kom í fyrra. Just a Closer Walk With Thee er bæði kvikmynd (gerð í samstarfi við Matthew Barney) og plata með The Emotional Carpenters sem er eitt nafnanna sem Stephan notar þegar hann skapar tónlist (hin þrælmagnaða Serengeti, 2015, er líka undir þeim hatti). Reykjavik Record Shop hefur nú tekið höndum saman með Radio Bongo (útgáfuarmi President Bongo) og í dag koma út tvær plötur. Sjöunda platan er merkt dúettinum Uwaga en sú áttunda er tónlist við Á annan veg, kvikmynd Hafsteins Gunnars Árnasonar, sem President Bongo samdi eftir að myndin hafði komið út (mjög forsetalegt!).
Frekari upplýsingar um allt þetta efni og tónlistardæmi má finna á radiobongo.fm. Mig langar nefnilega til að nota restina af plássinu undir tónlistarlega greiningu, fara í saumana á Eros, plötu Uwaga (sem fjallar um ástarsamband Erosar og Psyche). Það eru margir sem koma að tónlistinni en Uwaga er að stofni til President Bongo og Þorsteinn Einarsson, Steini í Hjálmum. Ýmis kunnugleg nöfn má sjá í upplýsingarunu plötunnar, Daníel Friðrik Böðvarsson og Aaron Roche koma m.a. að upptökum ásamt Bongo sem er annars í mörgum hlutverkum hérna. Hann, Daníel og Þorsteinn semja sjálfa tónlistina en ég læt vera að telja upp hljóðfæraleikara hér. President Bongo er kannski þekktastur fyrir aðkomu að allra handa raftónlist en hann fer létt með að svífa vængjum þöndum um aðra geira, sjá t.d. plöturnar sem upp hafa verið taldar. Uwaga er þó merkilega „eðlileg“ plata í öllu samhengi, hér höfum við lög og kunnuglega rödd Steina þótt ávallt sé stutt í Bongo-snúning. Þannig er upphafslagið sólbökuð stemma í anda Rys Cooders mætti segja en strax á eftir tekur við gáskadrifið lag og allt allt öðruvísi, „Pleasure Thief“. „Discontent Fizzes“ er kannski ágætt dæmi um að hlutirnir geta aldrei verið of eðlilegir í útsendingum Radio Bongo og fjórða og síðasta lagið á hlið A, „Fatal Hearts“, er í framsæknara lagi, naumhyggjuleg „ambient“-stemma með uppbrotum sem fær að hanga í rúmar átta mínútur.
Plötunni er svo snúið við og platan verður í raun æ meira afstrakt. „Mating Display“ er í raun réttu hljóðverk, „Ultimate Union“ er dálaglegt skrítipopp hvar sjálfur Óttarr Proppé kíkir í heimsókn og svo er plötu slitið með „Speed of Illusion“ sem kallast á við upphafið. Skrumskældur eyðimerkurblús með rafkryddi sem er fullkominn endir á ansi ævintýralegri sjö laga yfirreið.
Myndbandsfrumsýning!
Myndband við lagið „Pleasure Thief“ eftir þau Gabríelu Friðriksdóttur og Pierre-Alain Giraud var þá frumsýnt í dag og finna má hlekk að því á samfélagssíðum Reykjavík Record Shop, President Bongo og Radio Bongo og á arnareggert.is.
Hér er hlekkur á myndbandið góða, njótið vel lesendur góðir. Þrýstið á myndina og þá opnast það í nýjum glugga:
Og að lokum, sjálft umslagið:
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012