Rýnt í: Guðmund Ara Arnalds
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. mars.
Ólmast í útjaðrinum
Guðmundur Ari Arnalds kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að afköstum í íslenskri neðanjarðartónlist. Pistilritari ræddi við Guðmund um bráðkomandi útgáfur og starfa hans almennt.
Ég renni við á Loft hostel í Bankastræti hvar Guðmundur situr með fartölvuna sína í rólyndishorni, sinnandi dagsins amstri. Við erum hátt uppi, bæði landfræðilega og andlega, enda er sólin farin að skína af nokkrum krafti. Marsupphaf, það glittir í vorið og gott betur og kaffið okkar ilmar bæði af sætum keim og súrum, ekki ósvipað tónlistarframleiðslu viðtalsefnisins.
Ég og Guðmundur höfðum verið í sambandi vegna nokkurs fjölda útgáfna sem hann stendur að um þessar mundir. Raðast þær nánast allar á upphaf þessa árs og því þótti okkur skynsamlegt að taka þær inn í einni kippu. „Ég gaf ekkert út í fyrra, kíkti svo í skúffurnar um daginn og þær voru fleytifullar af efni,“ lýsir Guðmundur.
Okkar maður er þræltengdur í það sem við skulum kalla neðanjarðartónlistarsenu landsins og vinnur m.a. í Mengi, vöggu þess geira. Hann er þá með sterk tengsl inn í listasamlagið post-dreifingu og hefur verið að gefa út tónlist, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Guðmundur og fyrrverandi samstarfskona hans í Mengi, Ragnheiður Elísabet, standa þá að Agalma merkinu/kvöldunum sem hefur skilað 27 plötum af spunatónleikum/tónverkum síðastliðin fimm ár. Það sem er fram undan er svo þetta. Í janúar kom út platan Beyond Happy með sveitinni glupsk sem hann skipar ásamt Örlygi Steinari Arnalds og Vilhjálmi Yngva Hjálmarssyni. Sú plata er samvinnuverkefni þeirra og Sigtryggs Bergs Sigmarssonar og er útgefandi hið öfluga ítalska merki Superpang. Þá kom út í febrúar plata með dúettinum Pellegrina (Guðmundur og Juan Melero úr Xiupill), Another Accident, byggð á tónleikasetti. Einnig er komin út drunuplata („drone“) undir hans eigin nafni. Kallast hún Nautnir þrjár og er það Mengi sem gefur út. Hann og Sara Flindt (ZAAR) eru að vinna saman að plötu og stefnt er á að klára hana fyrir vorið og teknóplata er líka væntanleg, stafræn útgáfa í apríl og vínyll eitthvað seinna, en þar notast hann við nafnið Slummi. Ný útgáfa, LÍM, gefur út og hún tengist og inn í netútvarpið Drif hvar mikið líf og fjör er að finna (sjá Youtube). Stefnt er á aðra plötu með Slumma fljótlega í kjölfarið og yrði hún með öðrum vinkli en fyrsta platan. Nóg að gera sem sagt!
Guðmundur segir að honum finnist gott að vera með marga bolta á lofti. Hann er í mastersnámi í mannfræði meðfram öllu upptöldu en segir að tónlistariðkunin sé nauðsynleg. „Ég get ekki verið bara með hausinn í Mengi eða bara í náminu,“ lýsir hann stóískt. „Frekar en að glápa á sjónvarpið fer ég í þetta.“ Hann tiltekur meistara Jim O‘Rourke sérstaklega í framhaldinu, hvernig O‘Rourke sé að leysa sig upp smátt og smátt sem „tónlistarmann“ og sé fremur að sinna hinum og þessum verkefnum. Guðmundur segir neðanjarðarsenuna hérlendis byggjast mikið til á samvinnuverkefnum og sveitir og verkefni spretti oft upp úr því þegar fólk ferðist saman eða haldi tónleika saman. Það flæði gefi svo af sér plötur og svo bíti þetta allt saman í skottið á sér.
Verkefni Guðmundar eru fleiri en þau sem hafa verið tiltekin hér og vann hann t.d. með ex.girls að lofaðri plötu hennar. Áhugasamir geta svo kannað þetta í kjölinn á gummiarnalds.online.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012