Rýnt í: Láru Rúnarsdóttur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. nóvember, 2019.
Ekkert að fela
Lára Rúnars gaf á dögunum út nýja plötu sem kallast Rótin. Á þessari sjöttu plötu sinni setur hún allt upp á borð, en einlægari hefur hún aldrei verið í textum og tónsmíðum.
Hvað gerir þú þegar tjaldið fellur? Leikurinn er búinn, a.m.k. eins og þú hefur spilað hann hingað til. Þú tókst ekki tillit til þess sem þú raunverulega þarfnast, þess sem þú vilt, þess sem þú ert. Í þessu lenti Lára fyrir tveimur árum er hún upplifði kulnun í starfi. Í kjölfarið ákvað hún að endurhugsa líf sitt frá grunni, einblína á þá þætti sem gefa lífinu gildi og standa með sér. Um það fjallar þessi plata sem ber nafn með rentu: Rótin. „Altari“, annað lagið af þessari plötu sem var kynnt til sögunnar núna snemmvors, bar m.a. með sér þetta í kynningartextanum: „Að lifa lífinu með opið hjarta getur tekið á en það færir manni fleiri liti, bros, tengingar og samtöl, byggð á trausti og virðingu.“ Þessa hluti vinnur Lára m.a. með í gegnum súkkulaðisetrið Andagift, hvar slagorðin eru sjálfsmildi og sjálfsást. En auðvitað leita þessar hugmyndir, þessi vinna, út í tónlistina líka enda Lára slíkur listamaður.
Rótina vann hún með þeim Sóleyju Stefánsdóttur og Alberti Finnbogasyni en hljómsveit Láru, sem lék m.a. á útgáfutónleikum hennar á dögunum í Bæjarbíói, Hafnarfirði, skipa ásamt Láru þau Sóley, Albert, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Unnur Jónsdóttir.
Lára hefur verið giska mikið kamelljón á ferli sínum og reynt sig við ýmis tilbrigði í gegnum plöturnar sínar. Hún hefur verið söngvaskáld, bjartur poppari, myrkur popprokkari og dempt ljóðrænum, nánast þjóðlagatónlistarlegum vísunum, á list sína (síðasta plata, Þel). Hún hefur verið missannfærandi í þessum rullum öllum, og t.a.m. gat ég aldrei keypt hörðu ísdrottninguna almennilega, þá sem við hittum fyrir á Moment (2012). Lára, hún er hins vegar sú sem við fyrirfinnum á þessari plötu. Þetta er Lára. Fölskvalaus, einlæg og heiðarleg. Sama Láran og maður spjallar við úti á götuhorni eða á Messenger. Björt, glöð, falleg og opin. Og platan ber því eðlilega merki þessa. Flæðið hér er látlaust, þægilegt, umlykjandi. Textar eins og opin dagbók, hreinskiptnir ástartextar til barna og eiginmanns. Naktir og beinskeyttir, og fara beint í kjarnann eða ætti ég að segja rótina? Lára sagði frá því í viðtali að hún hefði litlu breytt í textum, leyft þeim að koma eins og þeir væru og leyfa þeim að standa þannig. Líkt hefði verið með lögin, þeim hefði verið leyft að koma á eigin tíma, aldrei var sest niður með það að markmiði að semja.
Ég nefni nokkur laganna sem dæmi. Titillagið er með miklum ágætum. Róleg, dramatísk stemma sem nær manni með fyrsta píanóslaginu. Já og hér, og í fleiri lögum, má t.d. skynja hug og hendur Sóleyjar. Næm smíð. „Allt“ er stutt lag, það næstsíðasta, og inniheldur flottan, víraðan gítarleik sem gefur því sérstæðan blæ. „Dansi Dansi“ er þá prýðilegt dæmi um þann hljóðláta en þó áhrifaríka andblæ sem er yfir öllu hér. Fer rólega í gang og umbreytist svo í barna/vögguvísuna „Dansi Dansi dúkkan mín“. Vel útfært og glúrið. „Heimar“ er sömuleiðis vel heppnað, dulrænt og seiðandi.
Rótin hljómar ólíkt öllu því sem Lára hefur gert áður, vegna þess sem á undan hefur verið rakið. Maður heyrir m.ö.o. allar þessar nýuppgötvuðu forsendur í sjálfum lögunum. Hvort framhald verði á svona verklagi verður að koma í ljós. En við þetta verk getur Lára staðið keik. Hér er ekkert falið.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012