Rýnt í: Oddrúnu Lilju Jónsdóttur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. maí, 2020.
Sannkallaður djassgeggjari
Oddrún Lilja Jónsdóttir er 28 ára gamall djassgítarleikari og hefur verið að gera það gott í Noregi að undanförnu, hvar hún býr og er uppalin.
Ég rétt slapp til Óslóar áður en kórónuveiran lamaði samgöngur og naut mín á by:Larm-tónlistarhátíðinni góðu í endaðan febrúar (hvar Hildur Guðnadóttir var einnig verðlaunuð með Norrænu tónlistarverðlaununum). Ég var staddur í einhverju hótelanddyrinu er ég rak augun í Jazznytt , djasstímarit sem Rob Young ritstýrir, en sá mektartónlistarpenni hefur nú verið búsettur í Ósló í tæpan áratug. Rak mig þá enn fremur í rogastans yfir forsíðunni, því að þar stóð Oddrún Lilja og meðfylgjandi mynd af ungum, bröttum gítarleikara. Þegar ég fletti blaðinu kom í ljós að hún var Jónsdóttir og mig farið að gruna sterklega að hér færi Íslendingur. Reyndist það svo vera. Ég vissi hins vegar ekkert um viðkomandi og lítið fann ég af fréttum hérlendis. En greinilega nóg í gangi í Noregi, sé téð forsíða notuð sem vísbending.
Ég setti mig í samband við Oddrúnu og forvitnaðist frekar um hana. Fór svo að við ræddum stutt saman í síma, fyrir tilstuðlan Whatsapp, og í endann kveikti hún á vefmyndavélinni og var hún þá stödd í norskum firði. Hvað annað!
Samtalið fór fram á ágætri íslensku, eitthvað sem hún hefur haldið við þrátt fyrir að hafa verið að mestu í Ósló alla sína ævi. Hún er íslensk í aðra ættina, bjó á Íslandi þegar hún var eins árs í smátíma og svo aftur í eitt ár þegar hún var 11 ára. Stundaði þá nám í Austurbæjarskóla og gat þá nært íslenskuna.
Oddrún segir mér að hún hafi lært tónlist í Ósló og þrátt fyrir ungan aldur er hún þegar orðin afar víðförul, bæði landfræðilega og tónlistarlega. Hún hefur þannig leikið tónlist víða um heim, í Indlandi, Nepal, Líbanon og í Afríku m.a. Nítján ára fór hún til New York og lék þar með þekktum djössurum og var það kveikjan að öllum þessum ferðalögum. Hún segir mér að tildrögin hafi alltaf verið mismunandi, en ferðalögin hafi eðlilega gert hana ríkari af reynslunni, auk þess sem hún leggur sig fram í dag um að flétta tónlist ólíkra landa saman við sína eigin. Auk sólóspilamennsku hefur hún einnig spilað með sveitum á borð við Moksha, Bugge Wesseltoft’s New Conception of Jazz og Frode Haltli’s Avant Folk. Hún fór þá í tvær ferðir til Íslands, 2014 og 2018 til að átta sig á djasssviðinu hér. Spilaði hún með Matthíasi Hemstock, Sigrúnu Jónsdóttur og Leifi Gunnarssyni í fyrri ferðinni, en þau Ingi Bjarni Skúlason, Þorgrímur Jónsson, Jan Kadereit og Matthías Hemstock léku með henni í seinni ferðinni.
Í haust kemur svo út plata eftir hana sjálfa, Marble , sem hún vinnur undir hljómsveitarnafninu LILJA, og bera lögin nöfn þeirra borga sem hún hefur sótt heim. „Ég er atvinnumaður í dag, já,“ segir Oddrún og brosir kankvíslega. „Nóg að gera. Senan hérna í Noregi er mjög opin núna, líklegast sú tilraunakenndasta á Norðurlöndum akkúrat núna.“ Mikið sé um spuna og stílaflökt, og „hefðbundinn“ djass fari nánast með veggjum í augnablikinu. Hún segir þetta þó ekki alltaf hafa verið svona, og þetta komi í bylgjum. Við kveðjumst loksins með kurt og pí og ég fæ að líta rétt einu sinni á fjörðinn fagra áður en útsendingu er slitið.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012