Rýnt í: Studio Silo, Stöðvarfirði
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. ágúst, 2020.
Án sköpunar kemstu hvorki lönd né strönd
Studio Silo er hljóðver sem er undir hatti Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði. Þau Vinny Wood og Una Sigurðardóttir tóku á móti blaðamanni og fræddu hann um herlegheitin.
Ég hafði heyrt um Studio Silo. Dauf minning um innslag í Landanum var í hausnum (mig gæti þó misminnt) en hef svo séð nafnið nokkuð staðfastlega á samfélagsmiðlum að undanförnu. Ég vissi þó líka, einhverra hluta vegna, að þarna væri rekið alvöruhljóðver á alþjóðlegum staðli. Ég væri að ljúga ef það hefði ekki komið mér dálítið spánskt fyrir sjónir. Af hverju? Hverjir? Ég ákvað að klípa klukkustund af löngu fjölskyldutjaldferðalagi um landið, renna einfaldlega í hlað og kanna málið. Ákvað enn fremur að gera ekki boð á undan mér, mæta bara og sjá hvað myndi gerast.
Ég ók sem leið lá niður á höfnina í Stöðvarfirði og við mér blasti stórt frystihús. Glaðleg og vel útfærð veggjalist staðfesti að ég var á réttum slóðum. Ég labbaði inn, klofaði yfir gamlan ofn sem var fyrir hurðinni, og gekk því næst upp stiga (las einhvers staðar að hljóðverið væri á annarri hæð). Þar tók á móti mér hundurinn Tumi, glaður nokk, og þau Vincent „Vinny“ Wood og Una Sigurðardóttir. Vincent er yfir téðu hljóðveri en Una er einn af þremur umsjónarmönnum Sköpunarmiðstöðvarinnar ásamt Vinny og Rósu Valtingojer. Sonur þeirra, Bassi, var og með í för. Allt heila gillið mætti mér þarna og ég átti enn eftir þrjár tröppur. Ég útskýrði óðamála hver ég væri og af hverju ég væri hingað kominn og var mér tekið fagnandi.
Áður en lengra er haldið er rétt að geta um tilurð Sköpunarmiðstöðvarinnar. Hún varð til árið 2011 er nokkrar stöðfirskar eldsálir og fleiri slíkar björguðu frystihúsinu frá tortímingu með því að kaupa það af bænum fyrir gjafverð. Blómleg lista- og menningarstarfsemi af afar fjölbreyttum toga fer þar fram nú (sjá nánar á www.inhere.is). Blaðamaður getur staðfest að sú stemning hefur smitast út í bæjarbraginn – maður einfaldlega fann fyrir stuðinu þegar maður ók yfir bæjarmörkin.
Hljóðverið sjálft var svo opnað síðasta sumar. Þar er hægt að taka upp stafrænt („digital“) og hliðrænt („analog“) og um hönnun sá hin víðfrægi Texasbúi John H. Brandt. Fimm ára vinna liggur að baki og báru Vinny og Una hitann og þungann af því ásamt ótöldum hjálparmeyjum og -sveinum. Þrettán plötur hafa nú verið hljóðritaðar í því og hafa listamenn eins og Mugison, Hjálmar og Gróa nýtt sér það á einn eða annan hátt, tekið upp hluta af plötum eða spilað í sérstökum „Silo-Sessions“. Færeyskir, bandarískir og þýskir tónlistarmenn hafa og tekið upp hjá Vinny sem lét gamlan draum rætast er hann flutti til Stöðvarfjarðar frá Írlandi ásamt Unu. „Ég var orðinn þreyttur á því að vinna fyrir stórfyrirtæki,“ segir hann, en hann er lærður rafmagnsverkfræðingur. „Við vissum strax að okkur langaði til að gera þetta hérna.“ Aðspurður hvort það væri ekki mögulega hentugra að hafa hljóðverið í Reykjavík svarar hann: „Það hefði aldrei gengið upp fyrir okkur fjárhagslega. Hér fengum við húsnæði fyrir málamyndafé og frjálsar hendur í raun við að byggja þetta upp eftir okkar höfði. Bærinn hefur þá sýnt þessu velvilja og stuðning alla tíð. Þetta allt hefur verið stór þáttur í þeirri sýn sem við höfum á verkefnið.“
Náttúrufegurðin í kring, stillan og möguleikinn á því að vinna verkefni í friði, hratt og hnitmiðað, heilli þá líka. „Fólk hefur verið sérstaklega ánægt með þann þátt,“ segir Vinny. „Þau hafa ekki bara lokið lofsorði á sjálft hljóðverið heldur skiptir staðsetningin sem slík líka miklu máli.“
Ég kveð þetta sómafólk með kurt við þetta. Bassi þarf að halla sér og Tuma kveð ég með söknuði en hann varð besti vinur minn á 0,1, þó að honum hafi orðið hverft við í fyrstu er óvæntan gest bar að garði. Ég hef síðan engar áhyggjur af Unu og Vinny. Þetta á eftir að fara gríðarvel allt saman. Ég finn það einfaldlega.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012