Sinéad O’Connor: 1966 – 2023
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. ágúst, 2023
Hrein, tær og hugrökk
Sviplegt fráfall Sinéad O’Connor sendi höggbylgju í gegnum poppheima fyrir rétt rúmri viku. Áhrifin voru reyndar tilfinnanleg víðar og alls ekki bundin við tónlistarbransann. Lítum til arfleifðar þessarar ótrúlegu tónlistarkonu.
Þegar þú býrð með djöflinum kemstu fljótt að því að Guð er til.“ Uppvaxtarár Sinéad O’Connor voru með slíkum hætti að í raun er það kraftaverk að hún hafi þó komist á sextugsaldurinn. Hinir næmustu og viðkvæmustu eru sterkastir og hún er líkast til skýrasta dæmið sem við popplendingar eigum um slíkt. Hvernig hún fangaði heiminn með ótrúlegri tónlist sinni, framkomu og verund með allan þennan hrylling á bakinu og storkaði ömurlegu, kerfislægu óréttlæti með gjörðum og orðum. Alls óhrædd en þurfti að gjalda fyrir það dýru verði. Því dýrasta. Ferill hennar náði sér aldrei á strik eftir páfamótmælin miklu og hlálegt að fylgjast með mörgu af því fólki sem sat til hliðar þegar skamma-stormurinn barði á henni klappa hana upp sem dýrling í dag.
Sinéad O’Connor laust niður eins og eldingu í popplandslagið árið 1987 er fyrsta plata hennar, The Lion and the Cobra, kom út. Með snoðuðum kolli, heilmiklu „attitjúdi“ og óendanlegri útgeislun hristi hún upp í meginstraumsmarkaðnum svo um munaði og áttu menn og konur fullt í fangi með að taka utan um það sem í gangi var. Feðraveldið fór að sjálfsögðu í yfirgír um leið enda ekkert eins hættulegt og kvenfólk sem rekst illa innan þess og hefðbundnar úthrópanir um geðveiki og móðursýki fóru svo gott sem sjálfvirkt af stað.
Sinéad var hins vegar bara að vera hún sjálf. Sagði satt og var óhrædd við það. Írskur bakgrunnurinn og uppeldið lá sem mara á henni en hún sigldi í gegnum allt eins og brimbrjótur. Fyrst um sinn. Tónlist Sinéad veltist ekki um í tómarúmi, þetta var tímabil sterkra kvenna og söngvaskálda, listakonur eins og Tracy Chapman, Suzanne Vega, Natalie Merchant (10.000 Maniacs) og Björk fóru með himinskautum og Sinéad rann vel inn í þá stemningu.
Um margt var Sinéad langt á undan sinni samtíð og sá femíníski kraftur sem lék um marga listamenn á tíunda áratugnum (Alanis) kviknaði að mörgu leyti hjá henni. Samfara sannleiksástinni, hugrekkinu og tónlistarhæfileikunum situr þessi femíníski kraftur djúpt í eftirlifendum. Sá þáttur hefur verið mjög áberandi í því flóði minningabrota og heiðrana sem hefur dunið á okkur. Konur rifja upp hversu mikilvæg Sinéad hafi verið þeim á unglingsárum, bara með því að „vera“, og allt kemur þetta úr innsta kjarna. Ég held úti hlaðvarpi í félagi við tvo aðra „stráka“ og við tókum Sinéad fyrir á dögunum. Umræður í kjölfar þess þáttar urðu vel heitar og ég fattaði í kjölfarið að þótt ég gæti reifað hinar og þessar b-hliðar þá gæti ég, eðlilega, aldrei skilið til fulls hversu mikilvæg og hjartfólgin Sinéad er kvenfólki vegna þeirrar baráttu sem hún háði, ein og yfirgefin í raun réttri. Ég held að við munum eyða næstu árum og áratugum í að skilja þetta almennilega og ég vona innilega að hrútar haldi sig til hlés að mestu og hlusti frekar en að gaspra þegar greiningarnar fara í gang (segir karlmaðurinn sem er að skrifa þessa grein!).
Þessi djúpúðgi hjartaþjófur var víst með plötu í vinnslu undir það síðasta og vonandi verður hægt að koma því efni út með einum eða öðrum hætti. Ég mæli líka eindregið með heimildarmyndinni Nothing Compares sem út kom í fyrra.
FIMM BESTU LÖG SINÉAD O’CONNOR
- „Troy“
Að hugsa sér að þetta lag hafi verið fyrsta smáskífan af fyrstu breiðskífu Sinéad! Magnað uppgjör brotins barns við skelfilegar uppeldisaðstæður, jafn erfið áhlustun og þegar maður heyrði þetta fyrst. Ótrúlegt lag.
- „You Made Me The Thief Of Your Heart“
Virkilega sterkt lag úr myndinni In The Name Of The Father (1994). Tripphopp-taktar, strengir og írskir hljómar nýttir til fullnustu og söngur Sinéad í senn seiðandi og ástríðufullur.
- „Nothing Compares 2 U“
Það er ekki hægt að ofspila þetta lag sem er bara göldrum líkast. Sinéad fer einfaldlega með okkur á annan stað í söngnum og tíminn stoppar.
- „Mandinka“
Frábær rokkari af fyrstu plötunni (The Lion And The Cobra, 1987) og ógleymanlegt þegar Sinéad flutti lagið á Grammy-verðlaunahátíðinni 1989. Gæsahúð þegar hún syngur „See the flame!“.
- „Black Boys On Mopeds“
Pólitísk athafnasemi Sinéad var til hreinnar fyrirmyndar, hvort heldur það var hversdagspólitík eða alþjóða-. Hér sendir hún Járnfrúnni sterk skilaboð og flettir glæsilega af tvöfeldninni sem því miður ræður allri stjórnmálastarfsemi á endanum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012