Skotland: Breiðskífa ársins
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. júlí, 2014
Breiðskífa ársins í Skotlandi verðlaunuð
• Rapptríóið Young Fathers á plötu ársins í Skotlandi
• SAY-verðlaunin (Scottish Album of the Year) veitt í þriðja sinn
Sérstök verðlaun fyrir bestu plötu ársins í Skotlandi voru veitt í fyrsta skipti fyrir þremur árum. Verðlaunum er ætlað, nema hvað, að styðja við skoska tónlistariðnaðinn, hvetja listamennina til dáða með viðurkenningum á því sem þeir eru að gera og vekja athygli, ekki síst umheimsins, á sérkennum skosku tónlistarsenunnar með því að varpa skæru ljósi á hana einu sinni ári en von aðstandenda – eins og allra þeirra sem standa að viðlíka verðlaunum – er að fréttir af þeim rati sem víðast. Þetta eru ekki ósvipaðar pælingar og standa undir Norrænu tónlistarverðlaununum, Nordic Music Prize, sem Jónsi hreppti fyrir árið 2010.
Hylli
Verðlaunin eru auðvitað óhjákvæmileg afleiðing af yfirstandandi skoskri vitundarvakningu sem m.a. kom af stað kosningunni um sjálfstæðið sem fram fer í haust. Samfara því hefur maður orðið vitni að vissum áherslubreytingum hjá dægurtónlistarmönnum þar sem hið skoska er umfaðmað í æ ríkari mæli, í gegnum hreim eða annað. Fyrsta platan sem var verðlaunuð með þessum hætti var plata Bill Wells og Aidan Moffat, Everything’s Getting Older, en hún kom út árið 2011. Afskaplega „skosk“ plata en báðir þessir menn hafa verið mikilvægur hluti af skoskri tónlistarmenningu, þó að lítt áberandi hafi verið út á við. Moffat er sá þekktari af því tvíeyki, er fyrrverandi söngvari Arab Strap sem náði mikilli hylli á tíunda áratugnum í hinum alþjóðlega neðanjarðarrokksheimi en þar spiluðu textar Moffat stóra rullu þar sem hann rúllaði upp úr sér meinhæðnum athugasemdum um veruleika skoskra ungmenna með stórkostlega þykkum hreim. Hinn sjálflærði Bill Wells hefur þá gefið út fjölda platna í samstarfi við hina og þessa tónlistarmenn úr skosku senunni sem hann hefur fjölskrúðugar tengingar við. Í fyrra var svo tónlistarmaðurinn RM Hubbert verðlaunaður fyrir Thirteen Lost & Found og enn var um mikinn heimalistamann að ræða. Hubbert hefur lengi verið hluti af hinni ríku tónlistarsenu Glasgowborgar; góðvinur hans Alex Kapranos tók plötuna t.a.m. upp og Alasdair Roberts, Emma Pollock (Delgados) og áðurnefndur Moffat leggja honum þar lið. Það að Hubbert hafi sigrað er fullkomlega í takt við ætlaða virkni verðlaunanna en fullyrða má að þó að skoskir neðanjarðartónlistarmenn þekki vel til Hubberts hefur nafn hans verið hulið öðrum meira og minna, þar til nú a.m.k.
Rapp
Áður en tilkynnt er um sigurvegara er tíu platna úrtak kynnt sem ætlað er að sýna breiddina auk þess sem það varpar ljósi á plötur sem fáir höfðu hugsað um sem sérstaklega skoskar. Í fyrra var t.d. plata Emeli Sandé á meðal þeirra tilnefndu og í ár plata Biffy Clyro. Í báðum tilfellum er um mjög vinsæla tónlistarmenn að ræða en þeirri staðreynd að þeir séu frá Skotlandi er sjaldan haldið á lofti. Gömul stríðshross sem gera sig enn gildandi fá þá sitt pláss; í ár voru t.d. á lista plötur Edwyns Collins, Boards of Canada, Mogwai, Steve Mason og Pastels. Kyndilberar hins nýja eru þá þarna líka að sjálfsögðu, CHVRCHES og Young Fathers t.d. en þeir síðarnefndu, jaðarvænt rapptríó frá Edinborg – sem gefur út á Anticon – hreppti hnossið fyrir plötuna Tape Two. Ólíkt fyrri verðlaunahöfum eru Young Fathers ekki sérstaklega skoskir – ekki á yfirborðinu a.m.k. – og sýnir þetta val að aðstandendur ætla greinilega ekki að festast í gildru fyrirsjáanleikans.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012