Skýrzla: Heima í Hafnarfirði, 2019
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. apríl, 2019.
Heimalningur í Hafnarfirði
Tónlistarhátíðin Heima fór fram í ýmsum heimahúsum í Hafnarfirði nú á miðvikudaginn, síðasta vetrardag. Pistilritari rölti um götur bæjarins og þáði góðgjörðir úr höndum tónlistargyðjunnar.
Tónlistarhátíðin Heima eða HEIMA fór nú fram í sjötta sinn í Hafnarfirðinum. Hátíðin er haldin að færeyskri fyrirmynd og gengur út á að tónleikar eru haldnir í heimahúsum. Listamenn og hljómsveitir af alls kyns toga komu fram víða um Hafnarfjörð, einkum miðsvæðis þó, og eins og nærri má geta var nándin mikil. Gestgjafar buðu gjarnan upp á léttar veitingar, bjórdósir og snakk uppi á teikniborðum barnaherbergja og krukkur þar sem hægt var að setja fráls framlög. Fríkirkjan í Hafnarfirði og Bæjarbíó luku einnig upp dyrum sínum. Rás 2 var þá á staðnum og útvarpaði hluta dagskrárinnar. Það er eitthvað svo – mannlegt – að gera þetta svona og áhrifin af þessu fyrirkomulagi eru lúmskt mögnuð.
Ég renndi í hlaðið hjá þeim Gunnþóru og Michael á Vesturgötunni um áttaleytið, nákvæmlega eins og ég gerði í fyrra. Það er tvíbýli, nánast, á Vesturgötunni, og í hinu húsinu var það sjálfur Svavar Knútur sem sló sína fögru tóna, og renndi hátíðinni úr hlaði. Hvað mig áhrærir a.m.k. Svavar fékk að nudda eyru landsmanna fyrir tilstilli Rásar 2 en eftir að hafa hlýtt á hann skellti ég mér til Gunnþóru og Michaels aftur, en Svala (Björgvinsdóttir) var þar komin með hljómsveit. Flutti hún ylhýrar og strípaðar útgáfur af lögum sínum, hvar sterk og falleg rödd hennar fékk heldur betur að njóta sín.
Ég brá mér þvínæst á röltið, og ákvað að leita uppi hina heilögu þrenningu. Prins Póló, Mugison og Jónas Sig. Þessir menn eru allir listrænt tengdir í mínum huga, og eiga það sameiginlegt að hafa heillað heila þjóð – „venjulegt“ fólk sem „óvenjulegt“ – án þess að gefa tommu eftir í listrænum heilindum. Nei, í alvöru, tónlist þeirra er ekki beint aðgengileg, þannig séð, en samt er Íslendingurinn að dýrka þetta. En, þessar pælingar þurfa að leita annað en hingað. Ég náði Jónasi heima hjá Ingimari, pabba Matthíasar Árna vinar og kollega, og það var eins gott að ég var snemma í því þar sem húsið fylltist fljótt af fólki og það var ekki hægt að skipta um skoðun þarna inni. Prins Póló, í honum heyrði ég en sá ekki, sökum húsfyllis. Dásamlegt! Mugison, eins var með hann, en ég læddi mér í bakgarðinn og gat numið hvernig snilldin lak út á flöt.
Ég gekk síðan sem leið lá aftur til vina minna á Vesturgötunni. Þar var og kona mín og börn. Og þar voru langbestu tónleikar dagsins. Ragna, Cell7, kom og einfaldlega rústaði þessu. Tók þetta í nefið. Hún er SVÖL, það er bara þannig. Stóð þarna ein uppi við gulan vegg og sló í gegn. Með henni var trymbill, Lóa, sem stýrði tölvu og lék listavel á settið. Hildur kom þá sterk inn í nokkur lög og setti dásemdar klúbbastemningu á dæmið. Ungir sem aldnir voru farnir að ólmast, hoppa og skríkja og það var meira eins og við værum inni á Wembley undir blálokin.
Þetta með að opna hús sín fyrir ókunnugum bjó til mjög „mennska“ stemningu sem var gefandi, það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Tónlistin sefar, styrkir og sameinar, því að hennar er mátturinn og dýrðin. Ég ók sæll og sáttur til höfuðborgarinnar, með fjölskylduna meðferðis, og sama var uppi á teningnum hjá þeim. Til mikillar fyrirmyndar. Heima er best!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012