Sölutölur og snobb: Eða … þegar poppið klofnaði
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. apríl, 2014]
Bítlarnir á jaðrinum
• Hvað segja sölulistar um tónlistarsmekk fólks?
• Vinsælir listamenn ekki eins „vinsælir“ og ætla mætti
Þetta byrjaði sakleysislega. Hér í háskólanum í Edinborg, þar sem ég er við tónlistarfræðanám, var í einum tímanum ákveðið að ræða lista síðasta árs yfir fimm mest seldu smáskífurnar/lögin í Bretlandi. Markmiðið var að ræða þessi lög, spá í þau og spekúlera og reyna að sjá út hvað þau segðu um tónlistarlandslag samtímans. Lögin voru – í röð eftir sölutölum – með Robin Thicke („Blurred Lines“), Daft Punk („Get Lucky“), Avici („Wake Me Up“), Passenger („Let Her Go“) og Naughty Boy („La La La“). Thicke seldi eina og hálfa milljóna eintaka af sínu lagi og aðrir voru í kringum milljónina.
Forgangsröðun
Það segir ýmislegt um mig, aldur minn, smekk og forgangsröðun hvað neyslu tónlistar varðar að ég hafði aldrei heyrt á Avici eða Naughty Boy minnst og ég hafði svona rétt svo heyrt Passenger getið. En lögin kannaðist ég öll við, mismikið þó. Passenger-lagið kunni ég t.a.m. nokkurn veginn utan að en aldrei hafði ég sett það meðvitað á einhvers staðar, í geislaspilara, tónhlöðu eða Spotify, eða leitað eftir því að heyra það á nokkurn hátt. Ég var ekki einn um þetta (var einhver að tala um fílabeinsturn?) og þegar hópurinn fór að grafast fyrir um þetta kom í ljós að lögin glymja látlaust í auglýsingum, í sjónvarpi, kvikmyndum, útvarpi og matvöruverslunum. Þau síast m.ö.o. hægt og bítandi inn í hausinn á þér án þess að þú verðir þess beint vart. Það eina sem þú þarft að gera er að vera sæmilega virkur samfélagsþegn.
Mektarár
Fólk fór í framhaldinu að forvitnast um lista frá öðrum árum og eitt okkar fór að fletta þeim upp í tölvunni. Fóru þá að renna tvær grímur á mannskapinn. Oftar en ekki þekkti fólk lítið til þeirra laga sem voru hvað söluhæst og var sama á hvaða áratug var borið niður (aldur fólks spilaði eitthvað inn í en engu að síður, þetta var á tímabili furðulegt). Ákveðið var að fletta árinu 1967 upp, því mektarári popptónlistarinnar, og menn biðu í ofvæni eftir því að heyra nöfn Bítlanna, Stones, Kinks, Small Faces og Who lesin upp. En brosin frusu. Enginn þessara listamanna átti lag. Ekki einu sinni Bítlarnir. Þrjú efstu sætin voru hins vegar í höndum Engelbert Humperdinck og í fjórða sæti var Anita Harris (hver er það?). Að vísu voru Procol Harum þarna með „A Whiter Shade of Pale“ og Monkees með „I’m a Believer“ og voru það einu fulltrúar þess sem mætti kalla svalheit en báðir aðilar á mörkum þess þó. Menn flettu nú skjálfandi upp fleiri listum og Bítlarnir fundust loks á lista frá 1965, þá í sjötta sætti með „Help“. Þrjú efstu sætin skipuðu hins vegar Seekers, Ken Dodd og Horst Jankowski!?
Gildi
Við höfðum verið afhjúpuð sem poppsnobbarar og poppið var nú klofið í tvennt. Annars vegar samþykkt, sígilt popp sem skrifað er um endalaust í tónlistarritum vorra tíma og hampað sem sannri list en hins vegar froðukennd, einnota bakgrunnstónlist sem enginn kærir sig um eða man eftir. Við vorum, ómeðvitað, með sömu viðhorf og þröngsýnir áhugamenn um klassíska tónlist hafa í garð popps, hvort sem það er klofið eða ekki. Það sem selst er svo sannarlega ekki það sem skrifað er um. Greinar um Jimi Hendrix, Pink Floyd og Bítlana birtast það ört að maður var farinn að trúa því að sú tónlist hefði ómað út um allt og inni á gafli hjá öllum á sjöunda áratugnum. En þetta voru þá Arcade Fire, Interpol og White Stripes síns tíma. Almenningur vindur sér hins vegar rólegur inn í búðirnar, án látaláta og stertimennsku, og kaupir sér tónlist sem lætur vel að eyrum og gott er að hlusta á, nú sem áður. Hann varðar lítt um það hvort eitthvert „gildi“ er falið í tónlistinni eða ekki. Sú glíma fer fram í fílabeinsturninum…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012