Söngvakeppnin 2020: Spáð í seinni undanúrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. febrúar, 2020.
„Augna þinna glóð, ólgandi blóð“
Síðari skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Eurovision verður nú tekinn til kostanna.TÓNLIST
Ég var svona sæmilega sannspár fyrir viku. Árangur Dimmu kom ekki á óvart og hefðbundnasta lagið fór líka áfram af nokkru öryggi. Aðrir þurftu að bíta í súrt, í bili a.m.k. En hvað er í gangi í kvöld?
GAGNAMAGNIÐ
Höfundur lags: Daði Freyr.
Höfundur texta: Daði Freyr.
Flytjandi: Daði Freyr og Gagnamagnið.
Daði Freyr kom eins og stormsveipur inn í Söngvakeppnina á sínum tíma, þurfti enga vindvél eða prjál, massaði þetta með gríðarsjarma, stórkostlegu lagi og snilldarlega útfærðu atriði. Ef ekki hefði verið fyrir meistaratakta Svölu, hefði hann unnið. Þetta lag, sem heitir eftir hljómsveitinni, er einstaklega „Daðalegt“ en um leið einkennilega ófrumlegt, hljómar eins og soðgrýla upp úr nokkrum gömlum lögum. Stuðvænt, ójá, en það eitt og sér dugar ekki til. Sjáum hvort atriði Daða fleyti honum yfir línuna, annað eins hefur nú gerst. En lagasmíðin sem slík er ekki burðug, því miður.
FELLIBYLUR
Höfundar lags: Hildur Vala og
Jón Ólafsson.
Höfundur texta: Bragi Valdimar Skúlason.
Flytjandi: Hildur Vala.
Sterkt lag og ekkert sérstaklega „Eurovision“-legt. Það er dimmt yfir, þetta er hálfgerð myrkraballaða sem Hildur Vala (frábær söngkona) flytur af reisn bæði og þokka. Lagið fær að anda og taka sinn tíma, og virðist lengra en þær tæpu þrjár mínútur sem það varir. Texti Braga Valdimars styður vel við alla stemningu. Hildur setur allar áherslur og slaufur inn á hárrétta staði og syngur af sannferðugheitum og innlifun. Maður trúi henni m.ö.o. Það er vonandi að fólk hafi vit á að veita þessu lagi brautargengi, annað eins hefur reyndar gerst (mér verður hugsað til lagsins „Hægt og hljótt“).
OCULIS VIDERE
Höfundar lags: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron.
Höfundur texta: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron.
Flytjandi: Íva Marín.
Lag með klassískum brag og ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Textinn sem fjallar um alsjáandi augu hefur eðlilega nokkra dýpt enda hefur Íva verið blind frá fæðingu. Lagið fer hægt af stað, ansi dramabundið, og við erum komin í mitt lag þegar skipt er um gír og gangurinn verður meira knýjandi. Klassísk söngrödd, kvenbakraddir, latína og lúðrar…já, maður getur nánast strokið steinveggnum í klaustrinu. En þrátt fyrir þennan glæsileik á ytra byrðinu nær lagið aldrei almennilega í gegn, skilur í raun lítið eftir þegar það loks kveður, einhverra hluta vegna.
EKKÓ
Höfundar lags: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez.
Höfundar texta: Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson.
Flytjandi: Nína.
Þetta kvöld er skipað reynsluboltum sem nýliðum og stílar allir ólíkir. Er það vel. Nína (Söngvakeppnislegt nafn!) er af söngvafjölskyldu (mamma hennar er Rúna Stefánsdóttir söngkona) og er bæði efnileg og kemur vel fyrir. En óskaplega er það nú rýrt í roðinu lagið sem hún hefur úr að moða. Það er meira eins og eitthvert algrím hafi sett það saman, fremur en mennskur hugur. Versið flatt og óspennandi og sömu sögu má segja um viðlagið. Og svosem lítið meira um þetta lag að segja.
DREYMA
Höfundar lags: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson.
Höfundur texta: Matthías Matthíasson.
Flytjandi: Matti Matt.
Matti Matt hefur marga Eurovision-fjöruna sopið og færir þessu ágæta lagi Birgis og Ragnars þá vigt og þá reynslu sem það kallar einhvern veginn óhjákvæmilega á. Ég segi ágætt, þetta er haganlega samið og í hefðbundnu – nánast íhaldssömu – móti, alveg eins og hitt lagið sem þeir félagar eiga („Klukkan tifar“, sem er komið áfram). Matti gengur fagmannlega frá laginu, og í raun lítið hægt að setja út á það. Ég giskaði á að kunnuglegheitin myndu landa fyrra laginu, sem reyndist rétt, og svei mér þá, mig grunar að svo verði reyndin líka hér.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012