Söngvakeppnin 2023: Seinni undanúrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. febrúar, 2023.
Bræðir hjartans klakabönd
Þá er komið að því setja lögin sem verða í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í poppfræðilegan gerðardóm. Hér verður hverjum steini og hverri evróvisjónhækkun velt við.
Söngvakeppnin fór af stað með pomp og prakt liðinn laugardag, mikið um dýrðir og þau Unnsteinn, Ragnhildur Steinunn og Siggi Gunnars voru glæsileg í setti. Úrslitin komu mér hins vegar eilítið á óvart. Var Benediktsmegin í lífinu og var dálítið að vona að Móa tæki þetta líka. Þá var mikill harmur yfir Celebs, skiljanlega, en þau fara kannski inn á „eitt lag enn“-spilinu. Í raun var ég alveg þversum í minni spá, átti ekki von á að Bragi næði í gegn með þetta lag sitt, það væri of venjulegt, en stundum skilar slíkt sér einfaldlega. Hélt þá að Diljá væri með of súrt lag. En svo fór sem fór og allt gott með það. En hvað erum við með í Söngvakeppnis-pokahorninu í kvöld?
Lag: Óbyggðir / Terrified
Höfundar: Kristín Sesselja Einarsdóttir, Tiril Beisland og Vetle Sigmundstad
Texti (ísl.): Kristín Sesselja Einarsdóttir og Guðrún Helga Jónasdóttir
Texti (ens.): Kristín Sesselja Einarsdóttir og Tiril Beisland
Flytjandi: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Ísold Wilberg
Falleg og nokk voldug rödd hjá Kristínu Sesselju. Það er dýpt í henni en hún kann vel að klifra upp ef því er að skipta. Smá Vök-fílingur svei mér þá (og nett Sigur Rósar-ýjun í bakröddum á einum stað, 1:47) og uppbyggingin athyglisverð. Lagið er hægt, epískt og tekur sér tíma. Þung ballaða í raun og strengjum lætt smekklega inn í framvinduna. Maður er hálfpartinn að bíða eftir hröðun allan tímann, smá eins og lagið sé fast í hægstreymandi upphafsstefi allan tímann, en ég nefni það ekki endilega sem galla. Það er höfugur galdur yfir sem gæti skilað þessu áfram, ég er ekki alveg viss. Og þó …
Lag: OK
Höfundur: Langi Seli, Jón Skuggi og Erik Qvick
Texti: Langi Seli og Jón Skuggi
Flytjandi: Langi Seli og Skuggarnir
Þetta er auðvitað alger snilld og frábært að fá hreinræktað rokkabillí inn í Söngvakeppnina. Þetta gerist annað slagið í keppninni heilt yfir, að fólk hendir í þungarokk, tilraunakenndar þjóðlagavísur eða argasta teknó, og kemst sæmilega af með slíkt. Langi Seli og Skuggarnir eru goðsagnir í íslensku tónlistarlífi, rokkuðu með brilljantín í hári af miklum móð í miðju Smekkleysuati á níunda áratugnum og skila hér inn æði lokkandi lagi af því taginu. Spennandi og bíómyndalegt, frábær gítar, lúðrar og glimrandi sveifla á trommunum. Glæsileg keyrsla, sungið um kött með hvassa kló og allt upp á tíu. Megi þetta fara sem allra lengst!
Lag: Ég styð þína braut / Together we grow
Höfundur: Silja Rós og Rasmus Olsen
Texti (ísl.): Silja Rós
Texti (ens.): Silja Rós og Rasmus Olsen
Flytjandi: Silja Rós & Kjalar
Dulrænt og draumfaralegt upphaf, „geimhljóðalegt“ inngangsstef. Dúettinn blíður og sannfærandi, elskulegur, þar sem rætt er um stuðning, samvöxt og tengingu. Undirspilið er nýtískulegt, mjúkur ásláttur en nett tilraunakenndur um leið. Viðkvæmnisleg ára yfir en lagið byggist engu að síður upp og endar með „látum“ – þannig séð – og er jafnframt lokað með stefinu sem hóf það, flott lausn og glúrin. Lagið sigrar á flutningnum, samsöngurinn er einlægur og sannfærandi og mig svona grunar að útgeislun Silju og Kjalars gæti reynst árangursrík.
Lag: Betri maður / Impossible
Höfundur: Rob Price og Úlfar Viktor Björnsson
Texti (ísl.): Elín Sif Hall
Texti (ens.): Rob Price
Flytjandi: Úlfar
Lagið hefst sem eins konar „anthem“, býsna fallegt bara og mér verður hugsað til Páls Óskars og þessara kraftlaga hans eins og „Allt fyrir ástina“. Textinn er býsna góður, sterkar línur um breyskleika mannsins, von og ótta. Úlfar færir okkur þetta allt af eftirtektarverðum krafti og lagið í þessum hækkandi söngvakeppnisgír. Upphafið rólegt og „alvarlegt“, hæg framvinda í bland við taktískar kúnstpásur. Eftir miðbikið er svo allt keyrt upp í topp, vindvélar, barið á brjóst og klifrað upp í hæstu nótu í niðurlaginu. Þetta er sígild formúla en mér finnst Úlfar dálítið flottur, aldrei að vita nema hann landi þeim stóra.
Lag: Gleyma þér og dansa / Dancing Lonely
Höfundur: Klara Elias, Alma Goodman, David Mørup og James Gladius Wong
Texti (ísl.): Klara Elias og Alma Goodman
Texti (ens.): Klara Elias og Alma Goodman og David Mørup
Flytjandi: Sigga Ózk
Brotin hjörtu og þornuð tár í Reykjavík að næturlagi. Eitíslög, aftursæti í bíl og staðurinn sem við hittumst á fyrst. Þannig er upplegið í innganginum áður en Sigga Ózk hleypir laginu á hlemmiskeið með snilldarlegri „innri“ tilvísun í þessa keppni, því það er lagið „Eitt lag enn“ sem kemur henni til að dansa. Þetta er skemmtilegt stuðlag, ég er búinn að skrifa aðeins of mikið um ballöður finnst mér, og gott uppbrot. Stuð, gleði og eðlileg angurværð yfir horfinni ást. Síðasta hálfa mínútan fer í lögbundna söngvakeppnishækkun, nema hvað. Það er hispursleysi hérna sem ég fíla og það væri auðvitað flottast að lag sem vísar í „Eitt lag enn“ færi svo áfram á „Eitt lag enn“-möguleikanum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012