St. Vincent: Svarta hliðin á gulu…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. mars, 2014]
Horft í roðann
• Fjórða plata St. Vincent, samstarfskonu David Byrne, er samnefnd henni
• Dómar eru allir á einn veg; meistaraverk
Það er vel hægt að álykta sem svo að samstarf St. Vincent og David Byrne á plötunni Love This Giant (2012) hafi gert sitt til að kynda undir eftirvæntingunni eftir þessari plötu, sem hefur verið talsverð. Það spilar alveg örugglega inn í en um leið vissu þeir sem hafa fylgst með St. Vincent frá upphafi að eitthvað rosalegt væri í vændum. St. Vincent, eða Annie Clark, hefur verið að fínstilla list sína hægt og örugglega í gegnum fjórar plötur núna og natnin og þolinmæðin er farin að bera ríkulegan ávöxt. Og ekki hefur staðið á viðbrögðunum. Eitt tilkomumesta verk ársins er fram komið, og það í bláendann á febrúar.
Sperrt
Fólk varð fyrst vart við St. Vincent, sem fæddist árið 1982 í Oklahoma, er hún var meðlimur í Polyphonic Spree og einnig í sveit Sufjan Stevens. Hún var músíkölsk á unglingsárum og tók þátt í leiklistar- og tónlistarlífi Dallasborgar þar sem hún ólst upp. Hún stundaði nám í hinum virta Berklee í þrjú ár en hætti námi. Þá var hún komin á kaf í alls kyns tónlistardútl og slóst í för með risabandinu Polyphonic Spree árið 2004. Tveimur árum síðar hóf hún leika með Sufjan Stevens og var þá með fyrstu stuttskífuna sína í farteskinu, Paris is Burning. Fyrsta breiðskífan, Marry Me, kom svo út 2007 og vakti eftirtekt að Vincent lék á heil 13 hljóðfæri á plötunni. Innihaldið marglaga skrítipopp og nöfnum eins og Kate Bush og David Bowie var stillt fram í lýsingum auk þess sem áhrif frá fyrrverandi vinnuveitendum eru vel merkjanleg. Næsta plata, Actor (2009), var innblásinn af kvikmyndatónlist, einkanlega barnamyndum frá Disney að sögn Vincent sem notaði þær til að stilla sig af eftir mikið tónleikaferðalagaflandur. Platan vakti mikla athygli og gagnrýnendur hrifust af því hversu auðvelt St. Vincent átti með að hræra saman ólíkum stefnum, straumum og áherslum þannig að út kæmi sannfærandi og heilsteypt verk. Eyru þeirra sem þykjast hafa vit á tónlist voru nú að fullu sperrt.
Hélt hún nú ótrauð áfram og 2011 kom Strange Mercy út og voru viðtökurnar enn betri en áður. Sjálf var hún eitursvöl og lýsti því yfir að „ég get ekki sagt að þetta sé það besta sem ég hef gert en góð er hún“.Ári síðar leiddu hún og David Byrne svo saman hesta sína eins og áður er getið. Í upphafi ætluðu þau bara að leika á einum litlum tónleikum en samstarfið vatt upp á sig, heil plata og tónleikaferðalag og meðal annars heimsóttu þau land elds og ísa í fyrra.
Partíplata?
Nýja platan var tekin upp í heimaborg hennar Dallas og sá John Congleton (The Mountain Goats, Modest Mouse) um upptökustjórn en hann vann og að tveimur síðustu plötum. Þá vann hún einnig náið með tveimur slagverksleikurum, þeim Homer Steinweiss (Dap-Kings) og McKenzie Smith (Midlake). „Ég vissi að „grúvið“ yrði að vera yfir um og allt í kring,“ segir Vincent í fréttatilkynningu. „Mig langaði til að búa til partíplötu sem þú gætir leikið í jarðarför.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012