Tónlistarbækur: Viv Albertine, Tracy Thorne o.fl.
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. maí, 2015
„Dæmigerðar stelpur“
• Viv Albertine, fyrrum Slits-liðsmaður, átti eina bestu bók 2014
• Mikill uppgangur í sjálfsævisögum tónlistarmanna
Þegar síðasta ár var gert upp hvað tónlistartengdar bækur varðar voru tvær bækur einna mest áberandi. Annars vegar saga Roberts Wyatts (sem ég skrifaði um síðasta nóvember) og svo bók Viv Albertine, sem var eitt sinn liðsmaður í Slits, einni áhrifamestu pönksveit allra tíma. Sérstaklega var hún áhrifamikil hvað stöðu kvenna í þeirri tónlist varðar (og tónlist almennt reyndar ef út í það er farið).
Barátta
Titill þessa pistils vísar í eitt laga Slits en í gegnum stuttan feril storkuðu liðsmenn viðteknum gildum og viðmiðum í rokkbransanum svo um munaði. Fjórar kornungar stúlkur þar sem hljóðfærakunnáttu var verulega ábótavant, fyrsta kastið a.m.k., en sköpunarþrótturinn og spánnýtt viðhorf til þess hvað það er sem gefur listaverkum raunverulegt gildi heillaði alla þá sem komust í kast við þetta orkuríka band. Í raun „börðust“ liðsmenn á tvennum vígstöðvum, annars vegar voru þeir hluti af nýrri liststefnu sem mætti mikilli andstöðu frá þeim sem með völdin fóru og hins vegar var það feminíska byltingin innan dægurtónlistarinnar, þar sem Slits sáði fræjum af miklum krafti.
Albertine lét sig hverfa eftir að Slits lagði upp laupana og fór nánast huldu höfði í áratugi, var húsmóðir úti í bæ þar til hún megnaði ekki lengur að hafna þeirri köllun sem kom henni upprunalega í Slits. Hún fór að búa til tónlist á nýjan leik fyrir rúmum fimm árum og í kjölfarið kviknaði hugmyndin að bókinni. Þar gerir hún upp árin í tónlistinni og utan hennar af mikilli einlægni og þessi „nakta“ nálgun fékk gagnrýnendur til að falla flata og bókin toppaði margan árslistann. Farsæld þessi varð til þess að Albertine er að leggja í nýja bók sem kemur út sumarið 2016.
Vöxtur
Það er mikill vöxtur í bókaskrifum hjá tónlistarmönnum nú um stundir. Allir og amma þeirra eru að gefa út bækur, það eru ekki lengur bara stjörnurnar sem gefa út heldur kantmennirnir einnig. Rótarar og hljóðupptökumenn eru meira að segja farnir að stökkva á þennan vagn. Hvað veldur þessu? Tracy Thorne, söngkona Everything But The Girl, gaf út bók í hittifyrra sem sló í gegn á líkan hátt og bók Albertine. Hún segir að blogg- og samfélagsmiðlavæðing hafi eitthvað um þetta að segja, fólk geti prufað sig áfram þar og einhverjir uppgötvi að þeir geti vel haldið á penna. Thorne gefur einmitt út aðra bók sína í ár, þar sem hún skrifar um sönginn sem slíkan og söngvara.
Ég vil nefna tvær bækur til viðbótar úr þessum ranni sem fólk ætti eindregið að kynna sér. Annars vegar bók Kim Gordon úr Sonic Youth, Girl in a Band, og hins vegar – og þetta er mikilvægt – bók Patti Smith, Just Kids, sem kom út 2010. Þar er á ferð stórkostleg bók; falleg bæði og næm og það blasir við manni að Smith hefði alveg eins getað orðið frábær rithöfundur eins og frábær tónlistarmaður.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012