Fiona Apple: Einstök listakona
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. júlí]
14. júlí 2012 | Innlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir
Eplið og eikin
• Fiona Apple gaf út fjórðu breiðskífu sína fyrir stuttu
• Einstök listakona sem starfar eftir eigin lögmálum
Fiona Apple er í einhverri metabókinni fyrir lengsta plötutitilinn. Enda kallast önnur plata hennar When the Pawn Hits the Conflicts He Thinks Like a King What He Knows Throws the Blows When He Goes to the Fight and He’ll Win the Whole Thing ‘Fore He Enters the Ring There’s No Body to Batter When Your Mind Is Your Might So When You Go Solo, You Hold Your Own Hand and Remember That Depth Is the Greatest of Heights and If You Know Where You Stand, Then You Know Where to Land and If You Fall It Won’t Matter, Cuz You’ll Know That You’re Right. Náðuð þið þessu? Fjórða plata hennar, sem er nýútkomin ber því stuttan og laggóðan titil: The Idler Wheel Is Wiser Than the Driver of the Screw and Whipping Cords Will Serve You More Than Ropes Will Ever Do. Kíkjum á þetta mál…
Fyrsta plata Apple, Tidal, kom út 1996 en þá var hún aðeins átján ára gömul. Klárt var að hér var mikið efni á ferðinni, innihaldið einlæg, á stundum píanódrifin söngvaskáldatónlist. Dimmt yfir og dramatískt og Kate Bush og Tori Amos poppa óneitanlega upp í hugann, jafnvel risar eins og Joni Mitchell og Carole King.En eins og segir, dimmt yfir á köflum og síðar átti eftir að koma í ljós að ýmsir djöflar keyrðu tónsköpun Apple áfram, okkur til heilla og höfundi til talsverðra heilla líka þar sem Apple var mjög svo greinilega að nýta hæfileika sína til að viðhalda andlegu jafnvægi og græða gömul – og í raun óbætanleg – sár. Tidal gekk vel í Ameríkunni enda tímasetningin fullkomin. Fimm árum fyrr hafði Nirvana greitt leið óhefðbundins rokk í meginstrauminn og listamenn eins og Beck og Eels fengu að dansa óáreittir um á öldum ljósvakans þrátt fyrir að búa yfir miklum listrænum tiktúrum. Á þessu græddi Apple.
Leynd
Næsta plata á eftir, áðurnefnd When The Pawn… var til muna tilraunakenndara verk og algerlega án málamiðlana. Virðing Apple jókst í kjölfarið og fólk tók um leið andköf yfir magnaðri sögu stúlkunnar. Henni var nauðgað tólf ára gamalli, stríddi við þunglyndi, átröskun o.s.frv. When The Pawn… kom út 1999 en næsta plata ekki fyrr en sex árum síðar. Extraordinary Machine lenti í kröggum jakkafatanna ef svo mætti segja, yfirmenn hjá Epic þráuðust við að gefa plötuna út og svo fór að lokum að henni var lekið á netið. Platan vakti síðan mikla lukku hjá tónlistaraðdáendum og Apple ekki búin að taka tónlistarlegt feilspor hingað til þrátt fyrir að hafa fetað örðuga ævistigu að öðru leyti.
The Idler Wheel… kom út í síðasta mánuði og fór beint í þriðja sæti Billboard-listans. Auk þess hafa gagnrýnendur keppst við að ausa hana lofi. Líkt og Eels og Beck sem ég nefndi hér áður nær Apple að samþætta tvo hluti, vinsældir og listræna vigt, eitthvað sem er síst öllum gefið. Apple tók heldur enga áhættu gagnvart útgáfufyrirtækinu núna en fulltrúar Epic vissu ekki af því að hún væri búin með plötu fyrr en hún afhenti þeim hana. Og í þetta sinnið biðu menn ekki boðanna með að gefa út…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012