Plötudómur: Bára Gísladóttir – Víddir
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. desember, 2022.
Ver sterk mín sál
Víddir, verk Báru Gísladóttur sem tilnefnt var til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, er komið út. Orðið „magnþrungið“ nær engan veginn utan um þá dýrð sem okkur er hér veitt.
Dálæti mitt á Báru Gísladóttur þekkir engin takmörk enda er hún takmarkalaus í tónlistinni. Með ólíkindum framsækin og næm listakona, hvers vöxtur hefur verið með miklum ólíkindum undanfarin misseri. Hér ætla ég að gera verkið Víddir að umtalsefni en það kom út á vegum hinnar dönsku Dacapo Records fyrir stuttu sem niðurhal og streymi. Upptakan var gerð í Hallgrímskirkju í mars á þessu ári, þegar verkið var flutt á Myrkum músíkdögum. Verkið var hins vegar frumflutt í Grundtvigskirkjunni í Kaupmannahöfn í febrúar 2020 og var það hugsað sérstaklega út frá arkitektúr og hljóðvist kirkjunnar, hún verandi „fimmtándi“ flytjandinn samkvæmt Báru (og rými Hallgrímskirkju er áþekkt Grundtvigs). Verkið er útskriftarverkefni Báru frá Konunglegu dönsku tónlistarakademíunni í Kaupmannahöfn.
Aðrir flytjendur eru Björg Brjánsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Dagný Marinósdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Pamela De Sensi (bassaflautur), Steinunn Vala Pálsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir (altflautur), Kristín Ýr Jónsdóttir (flauta), Sólveig Magnúsdóttir (pikkólóflauta), Frank Aarnink, Kjartan Guðnason og Matthias Engler (slagverk), Skúli Sverrisson (rafbassi) og Bára Gísladóttir (kontrabassi).
Ég hlýddi á verkið meðan ég skrifaði, eðlilega, og varð uppnuminn eins og gengur. Hamraði inn þennan texta og sendi á kollega á messenger-forritinu í flýti. Afsakið slettur og óheflað málfar: „Þetta er svo fokk kreisí verk. Svo þungt … en svo fallegt … og carnal geðveiki … eitthvað algert innsta kjarna dæmi sem er í gangi líka. Ég eiginlega læsist alltaf þegar ég hlusta á Báru. Hún er algerlega einstök.“
Þegar maður hittir Báru er hún líkt og í andstöðu við þau ósköp og ógurlegheit sem hún á til að knýja fram sem tónskáld. Blíð, kurteis og ljúf og áran falleg. En já, það er það. Áran. Því að í gegnum tónlist Báru hef ég upplifað slíkar drunur, hávaða og brjálæði að ég er ekki bara kominn á bríkina, ég er búinn að éta af mér allar neglurnar líka! En um leið – og hér er þessi óskapagaldur – finn ég svo djúpa og gegnheila fegurð að ég klökkna. Fegurðin er svo umlykjandi, svo sönn og svo stingandi að ég grét á meðan ég og meðdómari minn kynntum Norðurlandaráðsdómnefndinni verkið.
Víddir hefst rólega, en það er spenna frá fyrstu sekúndu. Bassaflautuleikararnir rymja og hvæsa í hljóðfæri sín og einu sinni öskra þeir í þau af öllum lífs- og sálarkröftum. Svona byrjar maður verk! Við tekur rólegri fasi, kontrabassi og rafbassi varpa upp lævi blöndnu andrúmi, fallegt og leiðslukennt en tilfinnanleg hætta lúrandi á bak við einhvers staðar líka. Eyrun eru sperrt, allar þær 60 mínútur eða svo sem verkið stendur yfir. Á 40. mínútu eða svo koma slagverksleikararnir inn í kafla sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en guðdómlegum. Það er eitthvað í þessum örfáu mínútum sem nær að opna hliðið að himnaríki svei mér þá. Ótrúlegt. Organdi flautuleikararnir koma inn aftur og setja þennan erfiða „líkamsblæ“ á framvinduna, það sem ég kalla „carnal geðveiki“ í skilaboðunum. Það eru átök í verkinu, sveiflur, sem gefa því mjög flottan blæ. Og svo, og þetta er það mikilvægasta finnst mér: allt sem Bára gerir hér er fullkomlega stælalaust. Öll furðulegheit, hávaði, uppbrot o.s.frv., allt þjónar þetta tónlistinni að fullu. Ekkert rugl, bara snilld.
Ég hef það fyrir satt að þeir sem upplifðu þennan flutning í Hallgrímskirkju gengu út í Reykjavíkurnóttina í hálfgerðri leiðslu. Það hlýtur bara að vera, enda er ég sjálfur kominn í leiðslu við að rita þessi orð.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012