Plötudómur: Fufanu – The Dialogue Series
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. nóvember, 2018
Að taka umræðuna
Mektarsveitin Fufanu lagði í skemmtilegt verkefni á þessu ári en þrjár tengdar stuttskífur auk fjölda myndbanda koma saman í verki hljómsveitarinnar sem kallast The Dialogue Series.
Fufanu hóf störf sem Captain Fufanu endur fyrir löngu, nokkurs konar teknósveit, en henti svo kafteininum út og rokkaði sig upp, varð að eitursvölu neðanjarðarrokksbandi sem á nú að baki tvær breiðskífur og ósköpin öll af smáskífum og myndböndum. Að ekki sé talað um tónleikaferðalög á erlendri grundu. Heimtur hafa verið góðar undanfarið en sveitin starfar í dag sem tríó og er skipuð þeim Kaktusi Einarssyni, Guðlaugi Hörðdal og Erling Bang. Sveitin gefur út á hinu breska One Little Indian Records og hefur verið vel tengd, síðasta breiðskífa, Sports, var t.a.m. tekin upp með Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs og í upphafi þessa árs ákvað hún að taka upp með Alap Momin, sem er þekktastur fyrir störf sín með jaðarrappsveitinni Dälek. Upptökur fóru fram í hljóðveri Fufanu í Reykjavík og tíu lög voru tekin upp. Þau komu svo út í ár í formi þriggja stuttskífa auk þónokkurra myndbanda sem gerð voru við lögin. Fyrsta lagið, „Hourglass“, kom út í maí.
Plöturnar voru hugsaðar sem tæki til að kanna þær stefnur og strauma sem sveitin hefur lagt fyrir sig. Gotablær, raftónlist, síðpönk, allt skríður þetta um kuldalega, jafnvel fjarræna hljóðmyndina sem tríóið kýs að stilla fram. Súrkálsrokk, skringiteknó og óræð tilraunamennska skjóta og upp kolli. Efnið var samið á meðan sveitin fylgdi Sports eftir með tónleikaferðalagi. Ákveðið var að liggja ekkert á uppsöfnuðu efni heldur koma því út á meðal vor fljótt og vel og var stuttskífuformið metið hentugast. Momin hoppaði upp í næstu vél frá New York til Reykjavíkur og hóf að aðstoða sveitina við að koma smíðunum á band.
Sveitin sýnir þá metnað mikinn gagnvart hinni kviku mynd en alls voru sex myndbönd tekin upp í tengslum við útgáfuna. Öll streyma þau nú á Youtube-veitunni góðu. „Hourglass“ líður áfram sem í móki (ég fæ smá tilfinningu fyrir því að ég sé að hlusta á eina af sólóplötum Colins Newmans úr Wire). Meðlimir svamla um í sjó og nær það anda lagsins glettilega vel. Á „Listen to me“, sem ber með sér kaldrana og hroða, eru meðlimir mættir út á ruslahaugana í gulum regnúlpum til að undirstinga þann furðuanda sem yfir laginu er. „Typical critical“, sem situr í svipuðu fari og „Hourglass“, fylgir manni sem er að leika sér með… eitthvert dót sem ég man ekki hvað heitir! Önnur myndbönd eru eftir þessu; sniðuglega útsett og í skemmtilegu jafnvægi við tónlistina, leggja áherslu á hana með hæfandi myndbrotum og glúrinni leikstjórn.
Kaktus segir að sjálft tónlistarlegt innihaldið sé nokkurs konar samtal – og þess vegna þetta nafn á útgáfuröðinni – milli þriggja ólíkra tónlistarmanna en bakgrunnur þeirra allra er giska ólíkur; harðkjarnarokk, jaðarraftónlist og teknó á meðal nokkurra þeirra stefna sem þeir hafa snert á. Lífsstíll sé sömuleiðis ólíkur en þeir deili þó sömu forvitni í garð tónlistar og möguleikum hennar.
„Við höfum aldrei hætt leitinni að nýjum aðferðum og möguleikum,“ segir Kaktus í fréttatilkynningu vegna útgáfunnar. „Fólk hefur mikla þörf fyrir að setja allt í kassa en veruleikinn er aldrei svona einfaldur, svartur eða hvítur. Við erum þarna einhvers staðar í miðjunni.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012