Plötudómur: Hallur Már – sýnir/athuganir
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. september, 2022.
Á meðan laufin sofa
Hallur Már sendi frá sér stuttskífuna Gullöldin árið 2018 en snarar nú út breiðskífu sem kallast sýnir/athuganir. Andrúm og stemning er útgangspunkturinn, eiginleikar sem eru dregnir fram á einkar sannfærandi hátt.
„Í langan tíma hef ég unnið að því að skapa tónlist sem mér finnst að ég geti kallað mína eigin,“ segir Hallur Már í fréttatilkynningu vegna plötunnar. „Prufað, mótað, breytt, hent. Smám saman tóku að myndast þræðir og mynstur sem mynda nú þessar hljóðmyndir.“
Nýjasti ávöxtur vinnunnar er þessi plata sem út kom í septemberbyrjun og færði okkur mögulega haustið en rökkurbragur er yfir henni á köflum (fyrsta lagið heitir „Theme For This Dark Place“). Og þó. Verkið er marglaga og ekki er sýnt á öll spil í fyrsta rennsli. Og Hallur sjálfur tiltekur brasilískt bossanova sem áhrifavald, m.a. í stuttu spjalli við pistilritara!
Sóknin eftir stemningu sem ég nefndi í upphafi, hana nær Hallur að knýja vel fram í gegnum lögin öll, sem eru sjö að tölu. „Sú tónlist sem hefur haft mest áhrif á mig í gegnum tíðina byggist ekki endilega á melódíu eða lagasmíði heldur miklu frekar vissri stemningu, andrúmslofti sem leikur um tónlistina þó að það sé mögulega erfitt að festa fingur á það,“ segir Hallur. Platan er í nákvæmlega þessum fasa, líður áfram í „ambient“-gír og kvikmyndatónlistarblær hangir sömuleiðis yfir. Eno, Radiohead, þetta kom upp í hugann og einnig Warp-merkið góða, þá einkum Boards of Canada en Hallur tekur hofmannlega ofan fyrir því meistaratvíeyki í laginu „Letiklukkur“. Á sama tíma er Hallur að tálga til persónulegan stíl sem blæðir meir og meir í gegn, ef ég ber saman þessi tvö verk sem út hafa komið frá honum. Sjá t.d. „Maílægð“ sem er nánast u-beygja frá þeim lögum sem á undan komu. Hrár gítarleikur stýrir því, nettir Tortoise-straumar og jafnvel Talk Talk (hámarkshrós!). Lagið er stutt, hálfgerð stemma, og um miðbikið læðist inn ómur sem hljómar eins og básúna í blábyrjun en er líkast til hljóðgervill. Það er heillandi „æ ég hendi þessu bara inn“-andi yfir og ástæða fyrir því að sögn Halls. „Hlutir geta tapað töfrum sínum með of mikilli vinnslu og útkoman verður kannski allt önnur en lagt var upp með í byrjun. Ég nota því oft upptökur eða hljóð sem gerast tiltölulega snemma í ferlinu, kannski bara fyrsta rennslið. Ég vil gjarnan reyna að halda þessu hráu og með því einhverjum galdri. Það er oft hagur í því láta hluti einfaldlega „slæda“.“
Aðspurður hvernig hann finni tíma í þetta segist hann vinna þetta á kvöldin og á nóttunni og þeim tíma sem hann getur stolið um helgar en Hallur er fjölskyldumaður. Tónlistin er unnin í heimahljóðveri og svo „hef ég sett trommusett í stofuna ef fólk er í útlöndum“ segir hann kímileitur en upplýsir greinarhöfund um leið að börnin séu komin á þægilegan aldur upp á svona brölt.
„Ég er líka kominn með giska góða sýn á það hvernig ég vil vinna þetta þannig að tíminn er kannski ekki aðalatriðið lengur,“ bætir hann við. „Verklagið er orðið nokkuð gott.“ Hann beri líka hluti undir félaga sína í Leaves, þar sem hann lék á bassa, en mikill kærleikur er með þeim og samband gott.
Hallur segist alltaf hafa unnið í eigin tónlist, einnig þegar hann var meðlimur í nefndri hljómsveit. Hann sé þannig tónlistarmaður að hann verði að gera eigin tónlist, hann tengi lítt við ábreiðustarfsemi og slíkt og muni seint troða upp á English Pub. Hann kveður með því að segja frá því að mögulega verði haldið upp á plötuna í október með einhvers konar gjörningi/boði hvar tónlistin fái að hljóma. Næsta plata sé svo að malla og marinerast í rólegheitum eins og hinar tvær gerðu.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012