Plötudómur: Taugadeildin – Þegar dauðir rísa upp
Litríkt Umslag plötunnar er glæst og er það sjálfur Halldór Baldursson
sem er höfundur myndefnis.
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. maí.
Guðir hins nýja tíma
Þegar dauðir rísa upp er ný plata eftir pönkgoðsagnirnar í Taugadeildinni. Innihaldið er nýjar upptökur á lögum sem voru á efnisskránni er hún starfaði árin 1980-1981.
Fyrir stuttu kom út heljarinnar endurútgáfa á efni Purrks Pillnikks og uppi í skáp er ný plata eftir Pödduna, dúett þeirra Birgis Mogensen og Sigtryggs Baldurssonar. Að ekki sé talað um plötu Jonee Jonee, Annar dagur, sem út kom síðasta haust og inniheldur nýjar hljóðritanir á eldra efni eins og í tilfelli Taugadeildarinnar. Það kumrar því í hvítum síðpönksgröfum svo ég vísi skáldlega í lag Taugadeildarinnar, eitt þeirra fjórtán sem þessa plötu prýða. Kumr er líka glannalega sagt, ég ætti frekar að tala um líf og fjör en flestar af helstu sveitum fyrstu bylgju íslensks pönks hafa komið saman aftur með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina hvort heldur í tónleika- eða útgáfuformi nema hvort tveggja sé. Og venjulega eru endurfundirnir gifturíkir.
Taugadeildin er ein af goðsagnakenndari sveitum þessa tíma. Fyrir það fyrsta kom hún ekki fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík, en þær sveitir sem rötuðu ekki inn í þá mögnuðu heimild hafa átt það til að gleymast eða eru a.m.k. ekki á takteinum þeirra sem rifja þennan frjóa tíma upp. Taugadeildin hefur hins vegar notið nokkurrar sérstöðu og hefur verið rækilega hampað í gegnum árin. Þar spilar mikilvæga rullu sú staðreynd að sveitinni auðnaðist að gefa út fjögurra laga stuttskífu árið 1981, plötu sem er í dag eftirsóttur safngripur. Þeir sem upplifðu sveitina, en hún var iðin við hljómleikahald, tala um hana með lofsemd í augum sem rómi en lengi vel höfðum við sem yngri erum ekki heyrt tónlistina sökum fágætis plötunnar. Kassettur redduðu einhverju en stafræn veröld hefur svo reynst okkur ákafa fólkinu vel undanfarin ár hvað svona uppgröft varðar. Svo ég sópi saman útgáfuupplýsingum, „Her longing“ kom út á safnplötunni Northern Light Playhouse sem Fálkinn gaf út (líkt og fjögurra laga plötuna) og tvö lög komu einnig á tveimur safnsnældum á vegum Erðanúmúsík þegar Pönksafn Íslands var opnað.
Í janúar á þessu ári hlóð Alda stuttskífunni upp á streymisveitur og nú er komin út ný plata sem er umstalsefni þessa pistils. Sveitin var annars stofnuð árið 1980 af þeim Árna Daníel Júlíussyni og Óskari Þórissyni og var sveitin skipuð þeim tveimur til að byrja með og þriðji „meðlimurinn“ trommuheili (sem gekk undir nafninu Elísabet I). Arnór Snorrason bættist síðan við en staldraði stutt við. Óðinn Guðbrandsson sté þá inn, svo Þorsteinn Hallgrímsson og síðastir komu inn Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Egill Lárusson söngvari.
Á þessari plötu leika þeir Óskar, Árni, Þorsteinn og Kormákur en einnig koma við sögu þeir Egill Viðarsson, Bjarki Hreinn Viðarsson og Þórir Hermann Óskarsson. Upptaka var í höndum Egils en Bjarni Bragi Kjartansson hljómjafnaði.
Platan hefst á „A Song“, lagi eftir Óskar en hann og Árni sjá um lagasmíðar, saman og hvor í sínu lagi, út plötuna. Textinn hér byggist allur á hendingum eftir W.H. Auden eins og endurtekið er reglulega. Tónlistin er heilt yfir keyrslubundið pönkrokk með síðpönksblæ og hljómborðið setur inn hálfgerðan Devo-anda. Prófessoralegt útlit meðlima hjálpaði einnig til við þá ímynd. Þessi kalda, mónótóníska stemning sem Joy Division og Cure voru að hefla út um það leyti sem Taugadeildin starfaði liggur þá þétt yfir, í söng, hljómborðsleik sem lagasamningu. Hljómur plötunnar er temmilega loðinn og skítugur og það hæfir efninu vel. Þetta er pönk eftir allt saman! Lögin fjórtán eru þess til að gera með svipuðu móti, þetta er hljómrænt ferðalag inn í gamla tíð en framfærslan tekur mið af „guðum hins nýja tíma“ og munar þar um takkastýringar Egils. Sígilt vín á nýjum belgjum.
Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða síðan á Kex hosteli 14. júní. Mætið ef þið hafið „taugar“ til!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012