Rýnt í: Ladda
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. janúar, 2022.
Er það satt sem þeir segja um Ladda?
Glæstur er hann, þrefaldi vínilpakkinn sem kom út fyrir stuttu til að marka 75 ára afmæli hins ástsæla Ladda.
Pakkinn góði, sem kallast Það er aldeilis , telur 40 lög (44 á geisladiski). Heildaryfirferð eða svo gott sem. Eitt nýtt lag, „Ertu memm?“, er þá þarna líka (og þess má geta að nýtt jólalag, „Dingaling“, kom út fyrir síðustu jól).
Ég var eitthvað að vandræðast með þennan pistil, því ég ætla ekki að fara að þylja upp einhvern lagalista en hvert mannsbarn á ákveðnum aldri kann öll þessi lög hvort eð er utan að. Hins vegar nýti ég hvert tækifæri sem gefst til að tjá mig um þennan ótrúlega hæfileikamann, mann sem ég dái og dýrka botnlaust. Ég hlífi ykkur við hástiginu, en mikið gladdi það mig þegar hann – sem ég set í flokk með Picasso, Dylan og Shakespeare – fékk fálkaorðuna á dögunum. Sjaldan hefur einn gripur verið jafn verðskuldaður. Ég fékk svo færi á að mæra hann vel og lengi í hlaðvarpinu Besta platan á dögunum (flettið því upp) en utan þess er ég alltaf að tala um Ladda, hugsa um hann og brydda upp á einhverjum bröndurum og eftirhermum sem hann hefur látið eftir sig, hvort sem það eru sígild atriði úr áramótaskaupum, Æðsti strumpur eða ódauðleg atriði úr mínu heittelskaða Heilsubæli . Snilldartilþrifin sem liggja eftir þennan listamann eru óteljandi. Hvernig einn og sami maðurinn getur brugðið sér í allra kvikinda líki og gott betur er ekkert minna en ótrúlegt. Óskiljanlegt þegar maður hugsar um það.
Ég er á þeim aldri (f. 1974) að ég fékk Ladda beint í æð. Ég var barn þegar hann og bróðir hans Halli byrja að dæla út plötum og barn/unglingur á níunda áratugnum er sólóplötur hans – sem mynda lungann af þessu safni – koma út. Ég kann öll þessi lög utan að, aftur á bak og áfram, hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég ætlaði ekki að telja neitt upp en nefni hérna nokkur uppáhöld. „Búkolla“ sem opnaði hina dásamlegu Deió er hér að sjálfsögðu en líka „Sandalar“ sem kom á Brunaliðsplötu og ég man glöggt eftir myndbandinu (sem nú er að sjálfsögðu hægt að nálgast á youtube). Hið undurfurðulega „Það var úti á Spáni“ prýðir þá safnið og svo hið stórkostlega „Austurstræti“. Þvílíkt lag! Og það samdi Laddi sjálfur.
Ég rakst á Ladda fyrir rúmri viku fyrir utan aðalstöðvar RÚV. Við þekkjumst þannig séð, svona bransakunningsskapur, og við heilsuðumst með virktum. Hann var að fara inn í RÚV til að hitta Óla Palla Rokklandskonung sökum ferilsviðtals (sem var sent út 16. janúar). Óli hafði sagt mér að Laddi hefði verið eilítið tregur í taumi, enda til baka að eðlisfari og fannst hann hafa sagt allt sem hægt væri að segja mörgum sinnum, sem er auðvitað alveg rétt. En Óli landaði honum þó með lagni. Ég var nýbúinn að ræða þetta við Óla er ég rakst á meistarann og ég setti höndina á öxlina á honum og sagði: „Laddi. Það langar alla til að heyra hvað þú hefur að segja. Alltaf.“ Hann brosti fallega og feimnislega til mín og svaraði: „Já. Ég skil þetta ekki.“ Hló við og labbaði við það auðmjúkur inn í aðalstöðvarnar. Klár í enn eitt giggið. Fyrir okkur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012