Tónleikadómur: Jólatónleikar Eivarar
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. desember, 2017
Eivör og jólamaðurinn
Eivör Pálsdóttir, söngkonan dáða frá Færeyjum, hélt fimm jólatónleika í Hörpu um þarsíðustu helgi og barði pistilritari eina þeirra augum og eyrum.
Eivör hefur verið dáð hérlendis allt síðan hún steig fram af krafti með samnefnda plötu árið 2000, þá bara sextán ára. Undrabarn var sagt, og undrabarn reyndist það, en ég hef aldrei séð jafn mikið náttúrubarn í tónlist á sviði og hana Eivöru mína. Hún er ótrúleg.
Síðan þá hefur hún verið aufúsugestur, bjó hér um hríð og talar fínustu íslensku. Hún heldur reglulega tónleika af alls kyns toga og ást okkar á henni gekk svo langt að hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Smáræði eins og þjóðerni skipti okkur engu. Við elskum hana.
Í þetta sinnið voru það jólatónleikar og seldist upp á fimm þeirra, sem styður við þær vinsældir sem ég hef verið að nefna.
Drottningin sté fram í rauðum glæsikjól. Mér leiðist aldrei að kalla hana drottningu því að það er það sem hún er. Líkt og gyðjan Freyja hafi tekið sér bólstað í mannabarni og dreifi nú yfir okkur tónlistartöfradufti af auðmýkt og elju. Með Eivöru var Reykjavik Sessions kvartettinn undir styrkri stjórn Roland Hartwell og einnig gamlir tónlistarfélagar hennar og vinir, þeir Högni Lisberg trymbill og Mikael Blak, hljómborðs- og bassaleikari. Þau þrjú hafa verið saman í ýmsum hljómsveitum og verkefnum alla tíð, t.d. lék Mikael inn á fyrstu plötu Eivarar.
Efnisskráin var vandlega úthugsuð og var hæfilega blönduð. Gleði, flipp, sorg, epík, látleysi og fegurð í vel stilltu jafnvægi. Íslensk og færeysk jólalög, þjóðleg sem poppuð, og lög eftir Leonard Cohen, Joni Mitchell og Wham! Góðir gestir stigu á svið, John Grant söng t.d. „Blue Christmas“ með henni og Helgi Hrafn Jónsson söng nokkur lög, m.a. hið magnaða „River“ eftir Joni Mitchell. Systir hennar, Elinborg, söng einnig afar fallega með henni og unglingadeild Söngskólans í Reykjavík tók og þátt.
Eivör er með einstaklega góða nærveru og brá reglulega á leik á milli laga. Mikið var grínast með íslenskuna og færeyskuna og þá staðreynd að jólasveinn er jólamaður á færeysku. Lag þess efnis var flutt og upprunalegur flytjandi var færeyska sveitin Fólkið á kamrinum (held það sé nokkurn veginn rétt hjá mér). Mikið var hlegið að þessu, eins og gefur að skilja.
Virkilega „fínur tónleikur“ og ég hafði tækifæri til að heilsa upp á þessa vinkonu mína eftir tónleika og rifja eitt og annað upp. Ég hef skrifað um hana allt frá upphafi og frábært að fylgjast með þessari góðu vegferð hennar. Undanfarið hefur maður verið að sjá umfjallanir í BBC og öðrum risum um mátt og megin Eivarar og megi hún fara sem allra lengst með list sína. Það er eitthvað hárrétt við það.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012