World Party: Karl hinn knái Wallinger
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. júlí]
7. júlí 2012 | Fólk í fréttum | 535 orð | 2 myndir
Til veislu vel búinn…
• Fimm diska safn með World Party komið út
• Karl Wallinger, Vatnsdrengurinn sem reri einn
Maður hefur litla stjórn á því hvaða tónlist dettur inn í hausinn á manni í dagsins önn. Einhverra hluta vegna fór lagið „Put the Message in the Box“ með eins manns sveit Karls Wallingers, World Party, að glymja í hausnum á mér lon og don. Þetta var um nokkurra mánaða skeið, alltaf kom það aftur og aftur og ég veit ekki af hverju. Örstutt: World Party var stofnuð af Wallinger 1986 eftir að hann hætti í The Waterboys. Önnur plata World Party, Goodbye Jumbo (1990), var mikið mærð en þekktasta lag hennar er vafalaust „Is It Like Today“ frá 1993. Útgáfa Robbie Williams af „She‘s the One“ frá 1999 náði þá hátt á vinsældalistum líka.
„Hörð efni“
En hvað um það. Á endanum ákvað ég að grafa Goodbye Jumbo upp, þaðan sem „Put the Message…“ er og hlusta á hana, eitthvað sem ég hafði ekki gert í hartnær tuttugu ár. Þessi síendurtekna heimsókn lagsins í kollinn hlýtur að hafa haft einhvern tilgang (voðalega er maður orðinn forlagatrúar í ellinni). Ég man að ég hafði keypt plötuna á vínyl á einhverri útsölunni á 99 kr., enda var hún á lista Melody Maker yfir bestu plötur þess árs og það blað var mikil Biblía hjá mínum. Þá valdi Q hana plötu ársins, hvorki meira né minna. Ég man líka hversu vel mér lynti við plötuna, þó að ég væri ekki nema sextán ára á þeim tíma og yfirleitt í mun „harðari efnum“. Goodbye Jumbo inniheldur hins vegar skammlaust, bítlískt og melódískt popp, saman með innihaldsríkum textum þar sem andleg mál, framtíð jarðar og tilgangur og tilgangsleysi lífsins eru undir.
Skemmst frá að segja stóð platan fyllilega undir væntingum forvitins 38 ára gamals manns sem var að hitta traustan – en nánast gleymdan – vin á nýjan leik. Platan er frábærlega upp sett, er lauslega samofið konseptverk þar sem fyrsta lagið er fullt af efa á meðan það síðasta er hlaðið von og fölskvalausri lífsgleði. Sögumaður þræðir sig þangað hægt og bítandi í gegnum hin lögin en á meðal framúrskarandi smíða, auk „Put The Message…“ eru „Way Down Now“, „When The Rainbow Comes“ og þá sérstaklega „God On My Side“, magnað ákall til þess sem öllu ræður.
Eitthvað í stjörnunum
Og viti menn, enn var eitthvað í stjörnunum. Wallinger vildi ekki bara inn í minn koll heldur líka á síður Morgunblaðsins. Það var ljóst er ég las um nýja útgáfu frá Wallinger/World Party um það leyti er þessi heimsókn til Jumbo stóð yfir. Risavaxið safn með sjaldgæfu efni, alls 70 lög á fimm diskum. Nú var ég kominn með pottþétta leið til að ryðja þessum vangaveltum mínum frá mér, ég myndi dulbúa þær undir hatti fréttaflutnings af þessu safni!
En að kerskni slepptri, Arkeology er nokkuð merkilegur pakki, og ekki síst vegna þess hvernig hann er framreiddur. Safnið er sett inn í 142 síðna dagbók og segir Wallinger að hann sé kominn með ímugust á geisladiskasniðinu, sé himinlifandi yfir því að það sé að deyja út (hann er nýhippi/síðhippi, hvað sem má nú kalla það). Ekki hafi hann þó viljað dvelja eingöngu við hið stafræna og dagbókin góða er því full af textum eftir hann, athugasemdum og upprifjunum ásamt greinum, ljósmyndum og fleiru.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012